Það er enn ekki ákveðið hvort Kevin de Bruyne geti spilað stórleikinn á morgun.
Þetta hefur Pep Guardiola, stjóri Manchester City, staðfest en De Bruyne er að glíma við meiðsli.
,,Hann er að batna og laugardagurinn verður betri. Honum líður betur en þetta er ekki fullkomið – við sjáum til,“ sagði Guardiola.
Það er þó enn trúað því að City muni ekki taka neina sénsa gegn Manchester United.
Leikið er á Old Trafford en nokkrum dögum seinna spilar City svo við Arsenal.