fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Þarf að finna sér nýja vinnu í sumar: Keyrði inn á kaffihús og flúði af vettvangi um miðja nótt

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 4. mars 2020 10:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bournemouth ætlar að losa sig við Jordon Ibe í sumar, ástæðan eru vandræði hans utan vallar. The Athletic segir frá. Ibe er að spila með varaliði Bournemouth en félagið vill losna við hann í sumar.

Ibe var boðið að framlengja samning sinn á síðasta ári en hann vildi það ekki, hann hefur ekki staðið undir væntingum frá því að hann kom frá Liverpool.

Ibe kostaði Bournemouth 15 milljónir punda árið 2016 en hann fékk 16 mánaða akstursbann á dögunum og væna sekt.

Ástæðan fyrir dómnum er sú að hann keyrði á bílnum sínum inn í kaffihús í sumar, að auki keyrði hann á Mercedes bifreið sem var þar fyrir utan. Það sem gerði illt verra, er að Ibe flúði af vettvangi en atvikið átti sér stað í London í sumar.

Atvikið átti sér stað snemma morguns, ekki er útilokað að hann hafi verið dauðadrukkinn og sökum þess flúið af vettvangi.

Ibe ók um að Bentley bifreið sinni, hann hafnar því að hafa flúið af vettvangi. Hann hafi beðið um stutta stund en enginn verið sjáanlegur og hann því farið. Atvikið átti sér stað um 04:00 að nóttu til Dómari sagði að Ibe hefði keyrt Bentley jeppa sínum inn í kaffihúsið og beðið í nokkrar mínútur, hann hafi síðan bakkað út og farið. Kaffihúsið var illa farið og þurfti að fara í miklar viðgerðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona