fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

Ólgusjór í Kópavogi: Agareglur Óskars fóru illa í menn – „Væl af síðustu sort“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 26. febrúar 2020 14:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Dr. Football segir að ólga hafa verið í Breiðablik þegar æfingaferð félagsins var í Svíþjóð, það er hins vegar búið að lægja öldurnar samkvæmt því sem kom fram í þætti dagsins.

Sagt var að leikmenn Breiðabliks hefðu verið ósáttir með það að nýr þjálfari liðsins, Óskar Hrafn Þorvaldsson hefði ekki ferðast með liðinu heim. ,,Það var æfingaferðin sem var farin, ég hef fengið þetta sent úr mörgum áttum. Þjálfarinn ferðaðist ekki heim með liðinu, hann fór til Danmerkur þar sem fjölskylda hans býr,“ sagði Hjörvar í þætti dagsins.

Sagt var að leikmenn hefðu fundað með stjórn félagsins vegna málsins. ,,Það eru auðvitað sigurvegarar í liðinu í Gaua Lýðs og Arnari Sveini, þeir eru að búa til hugarfar sigurvegarans. Þeir heimtuðu fund með stjórninni, þetta gerðist. Ég hef fengið þetta staðfest.“

Orri Steinn Óskarsson, sonur Óskars samdi við FCK í Danmörku á dögunum og býr þar nú ásamt móður sinni.

Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur úr unglingastarfi Hjörvars segir að agareglur þegar leikmenn kíktu út á lífið, hafi ekki farið vel í leikmenn. ,,Þeir fá að kíkja út daginn áður en þeir fara heim, þeim er sagt að haga sér. Hvað annað gerir þú í Svíþjóð? Það fór illa í mannskapinn og svo frétta þeir að Óskar hafi farið til Köben, þá fýkur meira í menn.“

Kristján Óli Sigurðsson, sagði þetta var væl í leikmönnum Breiðabliks. ,,Leikmenn geta drullast til að vinna einhverja fótboltaleiki, og eiga að hætta að rífa kjaft. Væl af síðustu sort.“

Hjörvar segir að Óskar sé að koma úr Gróttu, það sé öðruvísi en að stýra Blikum. ,,Óskar er bara að læra, hann er að koma úr Gróttu. Langt síðan að hann var í stórum klúbbi, þetta var leyst og það er ágætt að það sé sagt frá þessu.“

Þátt dagsins má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Guardiola biðst afsökunar

Guardiola biðst afsökunar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Segja að Ronaldo og Georgina muni brjóta þessa hefð í brúðkaupi sínu á næsta ári

Segja að Ronaldo og Georgina muni brjóta þessa hefð í brúðkaupi sínu á næsta ári
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt atvik á Old Trafford í kvöld – Fékk rautt spjald fyrir að slá liðsfélaga

Sjáðu ótrúlegt atvik á Old Trafford í kvöld – Fékk rautt spjald fyrir að slá liðsfélaga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guardiola: „Þetta er spurning fyrir hans fallega umboðsmann“

Guardiola: „Þetta er spurning fyrir hans fallega umboðsmann“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Isak sló vafasamt met
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hefði aldrei selt Trossard

Hefði aldrei selt Trossard
433Sport
Í gær

Halldór segir aðila í kringum Breiðablik hafa reynt að búa til óróa innan hópsins nokkrum vikum áður en hann var rekinn

Halldór segir aðila í kringum Breiðablik hafa reynt að búa til óróa innan hópsins nokkrum vikum áður en hann var rekinn
433Sport
Í gær

Nefna hálffurðulega ástæðu fyrir því að Semenyo gæti valið Manchester United

Nefna hálffurðulega ástæðu fyrir því að Semenyo gæti valið Manchester United
433Sport
Í gær

Stríð samlandanna í Norður-London hélt áfram í gær – Sjáðu myndina

Stríð samlandanna í Norður-London hélt áfram í gær – Sjáðu myndina