fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
433Sport

Tveir harðhausar rifust harkalega hjá Manchester United: Liðsfélagarnir horfðu á – ,,Hvað er að þér? Haltu kjafti“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 18. febrúar 2020 19:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcos Rojo reifst harkalega við Zlatan Ibrahimovic á sínum tíma er þeir voru saman hjá Manchester United.

Rojo greindi sjálfur frá þessu í viðtali við the Mirror en hann og Zlatan voru saman hjá United undir stjórn Jose Mourinho.

Mourinho þurfti að koma á milli leikmannana sem eru báðir með mjög stóran karakter.

,,Zlatan er stór karakter, Ezequiel Lavezzi var búinn að vara mig við því,“ sagði Rojo.

,,Við vissum að hann vildi fá alla bolta frá okkur en í leik þá sá ég hann biðja um sendingu og gaf ekki á hann.“

,,Ég gaf á Paul Pogba og hann byrjaði að öskra á mig og sagði ýmsa hluti bæði á spænsku og á ensku.“

,,Ég svaraði: ‘Hvað er að þér nefstóri? Haltu kjafti.’ Ég vissi að ef hann hefði náð mér þá hefði hann drepið mig svo ég þurfti að standa í honum.“

,,Í búningsklefanum þá sagði ég honum að þegja og hætta að öskra. Við móðguðum hvorn annan og liðsfélagarnir horfðu á.“

,,Í miðjunni var svo Jose Mourinho sem reyndi að róa okkur niður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Starf Edu strax í hættu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hótar að hætta að mæta ef þessi maður verður ráðinn til starfa

Hótar að hætta að mæta ef þessi maður verður ráðinn til starfa
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

O’Neil tekur líklega við

O’Neil tekur líklega við
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Amorim og leikmaður United í hár saman á æfingu á dögunum

Amorim og leikmaður United í hár saman á æfingu á dögunum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þungavigtarbikarinn rúllar af stað á laugardag – Svakalegur nágrannaslagur í fyrstu umferð

Þungavigtarbikarinn rúllar af stað á laugardag – Svakalegur nágrannaslagur í fyrstu umferð