fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
433Sport

Guðni kallaði eftir ákvörðun frá stjórnvöldum: Fórna útliti vallarins fyrir öryggi landsliðsmanna

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 17. febrúar 2020 13:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt er á fullu að undirbúa Laugardalsvöll til þess að hann verði leikfær í lok mars, þegar Ísland mætir Rúmeníu í umspili um laust sæti á Evrópumótið. Verkefnið er ærið fyrir KSÍ og starfsfólk sambandsins. Völlurinn er frá 1957, enginn hiti er undir honum. Lengi hefur verið rætt um nýjan Laugardalsvöll en ekkert hefur gerst.

Ekki hefur áður verið leikið í mars á þessum velli, undir honum er enginn hiti til að hjálpa grasinu við að vera í sínu besta standi. Mikil vinna hefur átt sér stað og starfsfólk KSÍ er vongott um að völlurinn verði í fínu ásigkomulagi.

Guðni Bergsson, formaður KSÍ hrósar starfsfólki KSÍ fyrir sína vinnu, ,,Þetta snýst um hvernig þessi undirbúningur gangi, undirbúa völlinn fyrir umspilið. Þetta lítur vel út eins og er, hrósa starfsfólki fyrir frábæra vinnu. Við erum ekki komin í heila höfn, erum bjartsýn. Miðað við hvað þurfum að fara í gegnum til að leika þennan leik í umspilinu, þetta kallar á skoðun,“ sagði Guðni.

Lengi hefur verið rætt um að byggja nýjan og betri Laugardalsvöll en lítið hefur gerst, Guðni kallaði eftir ákvörðun frá stjórnvöldum. ,,Við erum í þessu með breyttu fyrirkomulagi, leikið í mars og nóvember, það skerðir okkar möguleika á að ná árangri. Umspil í mars sem við erum að berjast við að spila, með miklum kostnaði. Bætist ofan á það tap sem er á rekstri Laugardalsvallar. Við erum með einn elsta og sísta völlinn, ég vona að ákvörðun liggi fyrir síðar á árinu,“ sagði um nýjan völl, hann væntir þess að eitthvað liggi fyrir á næstu mánuði.

Vallarstjórinn segir hitadúk lykil að árangri:
Kristinn V. Jóhannsson er vallarstjóri Laugardalsvallar. ,,Veturinn er lykill í svona, þú þarft að finna lausnir,“ sagði Kristinn.

Hitadúkur kemur til landsins þremur vikum fyrir leik, hann er lykill að árangri að mati Kristins. Svipaður dúkur var notaður árið 2013 þegar Ísland mætti Króatíu í nóvember og virkaði vel. Þessi pulsa sem fer yfir völlinn er dýr í rekstri en er sterkasta vopn KSÍ.

Bjarni Þór Hannesson, formaður mannvirkjanefndar KSÍ sagði að snjórinn í vetur hafi hjálpað til. Hann verji grasið og hafi hjálpað til í að halda vellinum í lagi. ,,Við vorum alltaf með það á bak við eyrað, að halda grasinu þéttu. Við höfðum fulla trú á strákunum en þurftum að hugsa út í verstu mögulegu niðurstöðu,“ sagði Bjarni.

Kristinn segir næstu vikur afar mikilvægar. ,,Við erum komnir hingað, við erum búnir að eyða mörgum vikum í undirbúningi. Við tekur sama viðhaldið, þrjár mikilvægar vikur áður en hitadúkurinn kemur,“ sagði Kristinn og sagði dúkinn núna betri en árið 2013.

Dúkurinn heldur vatni, losar jarðveginn við allt frost og nær upp hita í jarðveginum. Bjarni og Kristinn vilja ná vexti í grasið til að leikurinn verði betri og að meiðslahætta leikmanna minnki.  Hann segir þá fórna útliti vallarins fyrir öryggi leikmanna. Ef ekki verður hægt að æfa á vellinum degi fyrir leik er KSÍ með völl innan og utandyra fyrir liðin til að æfa á, um er að ræða gervigras.

Möguleiki er á að völlurinn verði svo slæmur eftir leik, þá tekur við mikil vinna við að ná honum aftur upp. Ef Ísland kemst á EM þarf völlurinn að vera aftur í sína besta standi, þegar æfingar hefjast hjá liðinu í maí. Áætlað er að kostnaðurinn við leikinn sé 64 milljónir.

Svona hefur ferlið verið:
16-17 vikur síðan undirbúningur hófst
13 vikur frá jafnteflinu í Tyrklandi
6 vikur í leik
3 vikur í hitadúkinn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vill ólmur semja við manninn sem er að verða samningslaus

Vill ólmur semja við manninn sem er að verða samningslaus
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

„Mér finnst þetta smá vandræðalegt fyrir ensku úrvalsdeildina“

„Mér finnst þetta smá vandræðalegt fyrir ensku úrvalsdeildina“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Xavi grátbiður Börsunga um að kaupa eina af stjörnum City

Xavi grátbiður Börsunga um að kaupa eina af stjörnum City
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn

Manchester United reynir aftur við franska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Verður þú ríkari um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Verður þú ríkari um helgina?
433Sport
Í gær

Besta FH-lið sögunnar opinerað á morgun

Besta FH-lið sögunnar opinerað á morgun
433Sport
Í gær

Reynolds og McElhenney buðu aftur í ferð til Vegas – Borga allt

Reynolds og McElhenney buðu aftur í ferð til Vegas – Borga allt