fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Leikmenn Breiðabliks æfðu með stórliði PSG

Victor Pálsson
Föstudaginn 14. febrúar 2020 20:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmenn meistaraflokks Breiðabliks, eru nýkomnar heim eftir að hafa æft með aðalliði Paris Saint-Germain. Þær voru við æfingar hjá franska stórliðinu dagana 9.-13. febrúar síðastliðinn.

Parísarliðið sló Breiðablik út úr Meistaradeild Evrópu í haust og spilar í 8 liða úrslitum gegn Arsenal 25. mars og 1. apríl.

Liðið situr nú í 2. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar 3 stigum á eftir Lyon. PSG er eitt af stórliðum Evrópu en félagið hefur tvisvar sinnum komist í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Með í för var Úlfar Hinriksson yfirmaður afreksþjálfunar hjá Breiðablik sem fylgdist með æfingum og kynnti sér starf PSG á meðan stelpurnar æfðu af kappi.

Stelpurnar fengu gott tækifæri til að máta sig við margar af bestu leikmönnum heims en í liðinu eru 17 landsliðskonur þar á meðal hin danska Nadia Nadim og Formiga frá Brasilíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool ætlar í kapphlaupið við spænsku risana af fullum þunga

Liverpool ætlar í kapphlaupið við spænsku risana af fullum þunga
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Milos rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leikmaður Liverpool segir sögurnar um sig ýktar – Boðar ákvörðun á næstunni

Leikmaður Liverpool segir sögurnar um sig ýktar – Boðar ákvörðun á næstunni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Myndband: Margir ósáttir við ummæli sem féllu eftir kraftaverk Heimis og hans manna – Sagði þetta um stjörnu Liverpool

Myndband: Margir ósáttir við ummæli sem féllu eftir kraftaverk Heimis og hans manna – Sagði þetta um stjörnu Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Pep Guardiola pirraður á stöðu leikmanns síns

Pep Guardiola pirraður á stöðu leikmanns síns