Pep Guardiola er loksins búinn að viðurkenna það að Liverpool sé búið að vinna ensku úrvalsdeildina.
Liverpool er með 22 stiga forskot á toppnum eftir að City tapaði 2-0 gegn Tottenham í gær.
Guardiola viðurkennir að City muni nú horfa á aðrar keppnir og að það sé ómögulegt að ná toppliðinu.
,,Já við erum langt frá þeim. Liverpool er óstöðvandi og er með mörg stig. Við töpum stigum í leikjum eins og í dag, jafnvel á Anfield,“ sagði Guardiola.
Liverpool er með 73 stig, ef heimaleikir liðsins myndu aðeins telja væri liðið samt í fjórða sæti deildarinnar, miði í Meistaradeildina. Ef útileikirnir myndu aðeins telja, þá væri liðið með 34 stig. Stigi minna en Manchester United hefur náð í öllu tímabilinu.