Nathan Bishop, markvörður hefur skrifað undir hjá Manchester United. Hann kemur frá Southend í neðri deildum Englands.
Þessi 20 ára markvörður hefur spilað 39 leiki með Southend í neðri deildum Englands.
Sol Campbell er stjóri Southend en aðstoðarmaður hans er Hermann Hreiðarsson.
Bishop er fæddur árið 1999 en hann hefur spilað einn U20 landsleik fyrir England. Líklegast er að hann fari í varalið United en félagið með David De Gea, Sergio Romero, Lee Grant og síðan Dean Henderson sem er í láni hjá Sheffield United.