Cesc Fabregas, fyrrum leikmaður Arsenal og Chelsea, sá stórleikinn í Manchester í kvöld.
Leikið var á Etihad vellinum í Manchester-borg en Manchester United kom í heimsókn og vann Manchester City 1-0.
Um var að ræða leik í enska deildarbikarnum en City fer áfram í úrslit þrátt fyrir tap. Liðið vann fyrri leikinn 3-1.
Fabregas hrósaði einum leik United eftir leikinn í kvöld en það er miðjumaðurinn Fred.
Fred hefur þótt stíga upp í síðustu leikjum eftir ansi erfiða byrjun á ferlinum í Manchester.
Fred has been very good in the last few big games I’ve watched him.
— Cesc Fàbregas Soler (@cesc4official) 29 January 2020