Laugardagur 18.janúar 2020
433

Ísland mun spila við sært dýr: ,,Við verðum að eiga góðan leik“

Victor Pálsson
Mánudaginn 9. september 2019 20:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, mætti á blaðamannafund í dag fyrir leik gegn Albaníu á morgun.

Albanía kemur inn í leikinn eftir tap en liðið steinlá 4-1 gegn Frakklandi um helgina.

Aron veit að Albanir munu koma dýrvitlausir til leiks en Ísland fer í leikinn eftir að hafa unnið Moldóva 4-1.

Aron ræddi einnig leik Andorra og Tyrklands þar sem Andorra var hársbreidd frá því að ná í stig í 1-0 tapi.

,,Þetta er það fyndna við fótboltann, það getur allt gerst. Maður sér úrslitin eftir leik, hvað þeir voru nálægt ná í stig. Sama hvort litla séu að keppa við stóru, það er það magnaða við fótboltann. Við einbeitum okkur bara að okkur, við vitum að við þurfum að eiga góðan leik,“ sagði Aron.

,,Við einbeitum alltaf á næsta leik, við vitum að Albanía er sært dýr eftir leikinn við Frakkland. Við eigum von á erfiðum leik, við erum alltaf að berjast í leikjum gegn þeim. Þetta er harka, leikur sem tvö jöfn lið mætast. Þetta er yfirleitt leikir sem vinnast með einu marki. Við hugsum bara um leikinn á morgun.“

,,Við sjáum þegar riðillinn er á enda, þetta er jafn riðill. Við erum með 12 stig með Tyrklandi og Frakklandi, við verðum að eiga góðan leik á morgun. Við stefnum á 3 stig, það er það eina sem við getum einbeitt okkur að. Við þurfum að hugsa, við viljum komast á EM. Öll lið vilja það.“

Gylfi Þór Sigurðsson átti afmæli í gær og mun hann fá sína köku eftir leikinn á morgun sem endar vonandi með sigri.

,,Hann fær sína köku eftir leikinn, hann fær sér kaloríur eftir leik. Hann fær sína köku.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433
Fyrir 6 klukkutímum

Guardiola: Honum hlýtur að leiðast heima

Guardiola: Honum hlýtur að leiðast heima
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

,,Drullusama um áhuga United og Chelsea“

,,Drullusama um áhuga United og Chelsea“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Einn sá umdeildasti verður heiðraður fyrir leik Arsenal í dag

Einn sá umdeildasti verður heiðraður fyrir leik Arsenal í dag
433
Fyrir 11 klukkutímum

FH ræður Hildi til starfa

FH ræður Hildi til starfa
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þeir bestu og verstu í að taka menn á: Leikmaður United sá slakasti

Þeir bestu og verstu í að taka menn á: Leikmaður United sá slakasti
433
Fyrir 23 klukkutímum

Kristín Dís framlengir við Blika

Kristín Dís framlengir við Blika
433Sport
Í gær

Klopp hjólar í United og leikstíl liðsins undir stjórn Solskjær

Klopp hjólar í United og leikstíl liðsins undir stjórn Solskjær
433Sport
Í gær

Sjáðu myndirnar: Vesen hjá Beckham í Miami

Sjáðu myndirnar: Vesen hjá Beckham í Miami