fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Aroni gengur erfiðlega að tana í Katar: Klár í landsleikina – „Við þurfum sex stig“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 6. september 2019 10:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands er klár í slaginn gegn Moldóvu í undankeppni EM. Hann er í sínu besta formi lengi, eftir gott sumarfrí.

,,Alveg klárt mál, eins og við töluðum um. Þjálfaraskipti hjá þeim, hvort það verði áherslubreytingar. Við höfum verið að einbeita okkur að sjálfum okkur, farið yfir klippur sem hægt er að fara yfir. Þurfum að spila okkar leik 100 prósent, byrja eins og í sumar. Mæta af fullum krafti, vera á tánum á morgun til að ná í þrjú stig,“ sagði Aron Einar um landsleikinn.

Aron skipti um lið í sumar og gekk í raðir Al-Arabi í Katar, honum líkar byrjunin þar vel.

,,Ég er góður, ég fékk gott sumar. Ég náði góðu undirbúningstímabili sem hefur skilað sér í fyrstu tvo leikina í Katar, ef ég væri í Championship þá væri ég búinn með 5-6 leiki. Ég er búinn með tvo, einbeita mér að mínum líkama. Ég vildi vera í mínu besta formi, ég veit hversu mikilvægir leikir þessir eru hjá landsliðinu. Við þurfum sex stig, einbeitingin er á fyrri leikinn. Við þurfum sex stig.“

Aron líkar deildin vel en segir það erfitt fyrir sig að vera varnartengilið í þessari deild.

,,Þetta hefur komið mér á óvart, opnir leikir. Ekki mikið um varnartaktík, fyrir varnartengilið þá eru þetta erfiðir leikir. ótrúlega lærdómsríkt og gaman. Við vorum að spila síðasta leik gegn einu af tveimur bestu liðunum. Það gekk vel, það er uppgangur. Það er verið að reyna að bæta þetta landslð þeirra, það er að takast. Þeir hafa eytt miklu púðri í deildina, og landsliðið sjálft. Þeir unnu Asíubikarinn, þeir eru á fínu róli. Það er gaman að taka þátt í þessu, það er öðruvísi en England. Ekki eins mikil keyrsla og pressa.“

Fjölskylda Arons er sátt með dvölina en hitinn er það mikill að fyrirliðinn nær ekki í neina brúnku.

,,Mjög vel, það er heitt á daginn. Ég er ekki tanaðasti maðurinn hérna, þetta byrjar mjög vel. Við erum búin að koma okkur vel fyrir, drengurinn byrjaður í skóla. Við erum virkilega ánægð með skrefið í eitthvað nýtt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s

Stjarna United frumsýndi nýja kærustu – Vann áður á McDonald’s
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu

Ofurparið birtir ótrúlegt myndband – Nakin í sleik í sturtu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland

Byrjunarlið Brighton og Manchester City – Enginn Haaland