fbpx
Mánudagur 18.janúar 2021
433Sport

Skúli lenti í alvarlegum meiðslum en sagan endaði stórkostlega: ,,Þú hugsar um hvort að þú verðir í þessu veseni allt þitt líf“

Victor Pálsson
Laugardaginn 28. september 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur heldur áfram á fullu fjöri en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Þátturinn hefur notið mikilla vinsælda en afar áhugaverðir gestir hafa komið í þáttinn.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Skúli Jón Friðgeirsson sem hefur leikið sinn síðasta leik á ferlinum, aðeins 31 árs gamall.

Skúli ræddi erfið meiðsli í þættinum en hann varð fyrir slæmum höfuðmeiðslum fyrr á þessu ári.

Skúli náði að jafna sig alveg af þessum meiðslun og tókst að klára tímabilið með KR sem vann Íslandsmeistaratitilinn.

,,Það er í lok mars sem þetta gerist. Ég tók þá ákvörðun síðasta haust að þetta yrði síðasta tímabilið mitt,“ sagði Skúli.

,,Eftir síðasta tímabil þá sest ég niður með Rúnari og segi það að ég væri búinn að ákveða að fara í skóla næsta haust og þetta væri síðasta tímabilið.“

,,Ég sagðist ætla að gera allt sem ég gæti til að gera þetta tímabil eins og gott og hægt væri þannig ég æfði mjög vel í vetur og var í fínu standi fyrir mót þar til að þetta gerist mánuði fyrir mót og allt fer í klessu.“

,,Þetta tímabil lítur út fyrir að vera búið og þar með ferillinn og síðan allt sem kemur ofan á það að vera í höfuðmeiðslum.“

Skúli viðurkennir að þetta hafi tekið á andlega og byrjaði að hugsa um allt annað en fótbolta.

,,Þú ferð að hugsa um annað en fótboltann og hugsar um hvort að þú verðir í þessu veseni allt þitt líf að vera með höfuðverki og að geta ekki hreyft þig og allt þetta.“

,,Þetta var mjög erfitt og ég var búinn að segja það um daginn að þegar kemur að því að ég sé að þetta er að ganga og ég get byrjað að æfa aftur þá var það rosalegur léttir fyrir mig andlega, bæði því ég vissi að ég fengi að klára ferilinn á vellinum og svo allt annað. Að þurfa ekki að díla við þetta allt saman í líf og starfi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Manchester City upp í annað sæti eftir sigur – Geta komið sér í fyrsta sæti

Manchester City upp í annað sæti eftir sigur – Geta komið sér í fyrsta sæti
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Virgil Van Dijk farinn að sparka í bolta – Með Dejan Lovren í Dubai

Virgil Van Dijk farinn að sparka í bolta – Með Dejan Lovren í Dubai
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þjálfari Simbabve ásakar Kamerún um nornagaldra

Þjálfari Simbabve ásakar Kamerún um nornagaldra
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stærstu nágrannaslagir og rígir fótboltaheimsins

Stærstu nágrannaslagir og rígir fótboltaheimsins
433Sport
Í gær

Aftur í tímann: Paul Scholes reyndi að kýla Xabi Alonso

Aftur í tímann: Paul Scholes reyndi að kýla Xabi Alonso
433Sport
Í gær

Eiginkona Thiago Silva skýtur á Andrew Robertsson

Eiginkona Thiago Silva skýtur á Andrew Robertsson
433Sport
Í gær

Liverpool vs Manchester United: Líkleg byrjunarlið í toppslag umferðarinnar

Liverpool vs Manchester United: Líkleg byrjunarlið í toppslag umferðarinnar
433Sport
Í gær

Mason Mount reyndist hetja Chelsea gegn Fulham – Fyrsti deildarsigur Chelsea síðan 21. desember

Mason Mount reyndist hetja Chelsea gegn Fulham – Fyrsti deildarsigur Chelsea síðan 21. desember