fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433

HK lánar Ara til Bologna

Victor Pálsson
Mánudaginn 2. september 2019 22:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lið HK í Pepsi Max-deild karla hefur lánað hinn efnilega Ara Sigurpálsson til Bologna á Ítalíu.

Þetta staðfesti félagið í kvöld en Ari er annar ungi íslenski leikmaðurinn sem fer til félagsins.

Andri Fannar Baldursson var seldur til Bologna nýlega og kom til félagsins frá Breiðablik.

Tilkynning HK:

Ari Sigurpálsson frá HK til Bologna.

HK hefur lánað hinn efnilega sóknarmann Ara Sigurpálsson til ítalska úrvalsdeildarfélagsins Bologna. Lánssamningurinn gildir fram á næsta vor og hefur Bologna forkaupsrétt á leikmanninum meðan á lánsdvölinni stendur. Ari sem er 16 ára mun æfa og spila með U17 ára liði félagsins.

Ari hefur vakið athygli ýmissa erlendra liða á undanförnum árum og því kemur það ekki á óvart að lið eins og Bologna óski eftir kröftum hans. Bologna hefur orðið ítalskur meistari sjö sinnum en þetta fornfræga félag er fimmta sigursælasta félag Ítalíu frá upphafi. Fyrir hjá Bologna er annar ungur Íslendingur, Andri Fannar Baldursson.

Ari hefur komið við sögu í tveimur leikjum með HK í Pepsi Max-deildinni í sumar og staðið sig vel. Þar með varð Ari yngsti leikmaður í sögu HK sem hefur spilað í efstu deild. Ari hefur jafnframt leikið 11 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Það verður spennandi að fylgjast með Ara og óskum við honum góðs gengis!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Slagsmál í miðbænum vekja óhug – Sjáðu myndbandið

Slagsmál í miðbænum vekja óhug – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kane tjáir sig um orðrómana

Kane tjáir sig um orðrómana
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Frank verður ekki rekinn en fólkið á bak við tjöldin hefur áhyggjur af þessu

Frank verður ekki rekinn en fólkið á bak við tjöldin hefur áhyggjur af þessu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arsenal langlíklegasta liðið til að vinna Meistaradeildina

Arsenal langlíklegasta liðið til að vinna Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið

Stuðningsmenn United taka leikmann sinn til bæna eftir gærkvöldið
433Sport
Í gær

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Guardiola biðst afsökunar

Guardiola biðst afsökunar
433Sport
Í gær

Segja að Ronaldo og Georgina muni brjóta þessa hefð í brúðkaupi sínu á næsta ári

Segja að Ronaldo og Georgina muni brjóta þessa hefð í brúðkaupi sínu á næsta ári