fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Erlendir fjölmiðlar fjalla um ást Rúnars á andstæðingum sínum: „Þetta er heimsviðburður í Skagafirði“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 18. september 2019 08:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Már Sigurjónsson, miðjumaður FC Astana verður í eldlínunni þegar lið hans mætir Manchester United, í Evrópudeildinni á morgun. Rúnar ólst upp sem glerharður stuðningsmaður United.

,,Ég sá bara Manchester United og hugsaði ´Vá´,“ sagði Rúnar um málið í samtali við The Athletic.

Rúnar sem er fæddur árið 1990 gekk í raðir Astana í sumar og hefur reynst liðinu frábærlega. ,,Ég sá ekki hvaða önnur lið voru í riðlinum fyrr en klukkutímum síðar,“ sagði Rúnar en hann var á leið í flug þegar dregið var.

,,Ég sat einn í flugvélinni, hugsaði bara um United en gat ekki talað við neinn. Ég lenti svo, sá hvaða önnur lið voru með okkur. Það kviknaði í símanum mínum, af skilaboðum frá vinum.“

,,Það vita allir hvaða lið ég styð og flestir af mínum vinum styðja líka United,“ sagði Rúnar en það sannast svo í Twitter færslu sem Tómas Þór Þórðarson, birtir.

,,Þetta er heimsviðburður í Skagafirði. Er að fljúga til Manchester (ekki að fara á leikinn þó) og með mér er ca. helmingurinn af 34 manna fjölskylduhópi Rúnars sem er á leið á leikinn. Allt rammhart United-fólk. Sá fær stuðning annað kvöld,“ skrifar Tómas á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Declan Rice útskýrir af hverju hann benti til himna í gær – „Ég elskaði hana innilega“

Declan Rice útskýrir af hverju hann benti til himna í gær – „Ég elskaði hana innilega“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rúnar setti blekið á blað í miðjum þjálfarastormi á Íslandi – „Aldrei verið þannig að ég bíði eftir að einhver annar verði rekinn“

Rúnar setti blekið á blað í miðjum þjálfarastormi á Íslandi – „Aldrei verið þannig að ég bíði eftir að einhver annar verði rekinn“