fbpx
Sunnudagur 31.maí 2020
433Sport

Álagið reyndist of mikið fyrir Jón Jónsson: ,,Þeir voru mjög hissa þegar ég sagði þeim að það væri æfing“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 18. september 2019 20:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Ragnar Jónsson, fyrrum leikmaður FH, var gestur í hlaðvarpsþætti Snorra Björns en þátturinn birtist í heild sinni á YouTube í gær.

Jón ættu allir Íslendingar að kannast við en hann hefur gert það gott sem tónlistarmaður og knattspyrnumaður.

Jón fékk tækifæri til að spila undir nafni Sony á sínum tíma sem er risa tónlistarframleiðandi í Bandaríkjunum.

Á þessum tíma þá fékk Jón hins vegar kallið frá FH í efstu deild og var honum sagt að nú væri hann loksins að fara að spila fyrir liðið.

Það reyndist afar erfitt fyrir Jón að gera þessa tvo hluti í einu og viðurkennir hann að þetta hafi einfaldlega verið of mikið á endanum.

,,Árið 2013 um vorið þá förum við og spilum fyrir þá og þar er fullt af Sony liði að horfa,“ sagði Jón.

,,Svo meiðist Guðjón Árni sem hafði alltaf verið hægri bakvörður FH og mér var sagt að ég væri að fara að spila.“

,,Ég bara ‘ókei, it’s on bro’. Ég fór þarna 2006 til 2009 á meðan ég var í skólanum á lán í Þrótt og svo kem ég aftur í FH en er bara svona bekkjargaur og er að læra og verða betri.“

,,Þarna er mitt breik að koma líka, það var draumur líka að fá að spila fyrir uppeldisklúbbinn sem hafði unnið alla þessa titla.“

,,Einu sinni gerist það að ég spila leik gegn Fylki og fer um kvöldið beint upp á flugvöll og flýg til Baltimore eða eitthvað og beint þaðan í aðra vél og ég er kominn til Atlanta þar sem ég átti að spila á einhverjum BMI tónleikum.“

,,Það teymi þarna úti var til í að fara að spjalla og eitthvað og þeir voru mjög hissa þegar ég sagði þeim að ég ætti flug heim í hádeginu á morgun, það var nefnilega æfing.“

,,Þá held ég að ég hafi sjálfur verið: ‘þessi gæi veit ekki alveg hvað hann er að gera’. Ég vildi halda öllum draumunum opnum skilurðu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Kostaði hann 4 milljónir að rekast á Roy Keane á rauðu ljósi

Kostaði hann 4 milljónir að rekast á Roy Keane á rauðu ljósi
433Sport
Í gær

Arsenal byrjað að skera niður kostnað og láta tíu starfsmenn fara

Arsenal byrjað að skera niður kostnað og láta tíu starfsmenn fara
433Sport
Fyrir 2 dögum

KSÍ dælir 100 milljónum í félögin

KSÍ dælir 100 milljónum í félögin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rodgers fékk veiruna og segir hana hræðilega: „Ég fann enga lykt“

Rodgers fékk veiruna og segir hana hræðilega: „Ég fann enga lykt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þessir leikir á Englandi fara fram á hlutlausum velli

Þessir leikir á Englandi fara fram á hlutlausum velli
433Sport
Fyrir 2 dögum

Bumban á De Bruyne vekur mikla athygli – Hvað var hann að borða í fríinu?

Bumban á De Bruyne vekur mikla athygli – Hvað var hann að borða í fríinu?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Elfar byrjar í þriggja leikja banni eftir tryllinginn í fyrra

Elfar byrjar í þriggja leikja banni eftir tryllinginn í fyrra