fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Plús og mínus: Sígarettur og jónur í hörmulegu tapi Íslands

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 10. september 2019 20:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið spilaði mikilvægan leik í undankeppni EM í kvöld en við lékum gegn Albaníu.

Ísland byrjaði leikinn afar illa og áttu Albanar fyrri hálfleikinn skuldlaust og leiddu 1-0 í leikhléi.

Snemma í síðari hálfleik jafnaði Gylfi Þór Sigurðsson metin fyrir Ísland eftir varnarmistök heimamanna.

Ekki löngu seinna var staðan orðin 2-1 fyrir Albaníu en Elseid Hysaj skoraði stuttu eftir mark Gylfa.

Kolbeinn Sigþórsson var þá kynntur til leiks hjá Íslandi og jafnaði metin með sinni fyrstu snertingu – frábær innkoma.

Á 79. mínútu þá skoraði svo Odise Roshi þriðja mark Albana en hann átti skot sem fór í Kára Árnason og þaðan í netið.

Sokol Cikalleshi kláraði svo dæmið fyrir heimamenn stuttu seina og lokastaðan, 4-2 fyrir Albönum.

Úrslitin því alls ekki góð fyrir Ísland sem er nú þremur stigum á eftir Frökkum og Tyrkjum í riðlinum.

Hér má sjá það góða og slæma.

Plús:

Það gerði mikið fyrir okkur að jafna metin svona snemma í seinni hálfleik. Það voru eftir varnarmistök Albana en þau telja öll – gaf okkur aukin kraft.

Það sýnir alltaf karakter að koma til baka eftir að hafa lent undir og það gerðum við tvisvar í kvöld þó að það hafi ekki dugað til.

Kolbeinn Sigþórsson átti frábæra innkomu og skoraði með sinni fyrstu snertingu. Gæinn kann að skora mörk.

Seinni hálfleikurinn var miklu betri en sá fyrri framan af áður en allt fór úrskeiðis. Strákarnir voru mun meira með boltann og sköpuðu mörg hættuleg færi.

Rúnar Már Sigurjónsson var ekki góður í fyrri hálfleik eftir að hafa fengið tækifæri. Sá kom tvíefldur til leiks í þeim seinni og hann á skilið hrós fyrir það. Frábær á köflum.

MínusÞ

Emil Hallfreðsson var meiddur framan af ári og hefur síðan verið án liðs síðan í sumar. Emil lék síðast knattspyrnuleik í júní og það sást í kvöld. Hægur og ekki í neinum takt. Íslenska liðið þarf Emil í sitt besta form fljótt, til að komast á EM.

Það er mér algjörlega fyrirmunað að skiilja að hvíla ekki Kolbein Sigþórsson gegn Moldóvu og láta hann byrja í kvöld í Albaníu. Kolbeinn er mikið sterkari sem einn framherji og auk þess er Albanía gott lið, það er Moldóva ekki. Glórulaus ákvörðun Erik Hamren.

Hjörtur Hermansson átti í miklu veseni í kvöld, miðvörðurinn í hægri bakverði var í veseni trekk, í trekk. Létt jarða sig í loftinu í fyrsta marki Albaníu. Hann er ekki bakvörður og það kom alveg í ljós í kvöld. Frammistaða hans var bara skelfileg á köflum. Það þarf að endurhugsa þetta val í bakvörðinn. Það er hægt að kenna honum um þrjú mörk í kvöld.

Fyrri hálfleikurinn heilt yfir var einn sá versti sem íslenska liðið hefur spilað í langan tíma. Erum bara að byrja vitlaust.

Það vantaði oft svo síðustu sendinguna við vítateig Albaníu. Síðustu sendinguna eða skotið, það munaði oft svo litlu.

Það var ekki mjög skemmtilegt að sitja í stúkunni í Elbasar. Annar hver maður reykti sígarettur allan leikinn og sumir höfðu það náðugt með jónu. Ekkert sérstaklega eðlilegt á knattspyrnuleik.

Ég ætla ekkert að ljúga. Það er ömurlegt að fá ekkert úr þessum leik. Við erum nú þremur stigum á eftir bæði Tyrklandi og Frakklandi sem unnu bæði í kvöld.

Síðustu 15 mínútur voru bara glataðar. Það var engin keyrsla, það var lítill sem enginn vilji og við fáum á okkur tvö mörk. Alveg ömurlegt.

Að fá á sig FJÖGUR mörk gegn Albaníu er ekki boðlegt. Bara langt frá því. Fínt lið en þetta er ekki Belgía eða Frakkland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani

Svona verður umspilið – Heimir þarf að fara í gegnum Tékka og sennilega Dani
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?

Hvíta húsið birtir áhugavert myndband af Trump og Ronaldo – Hvað ætli forsetinn hafi verið að segja?
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki