fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433Sport

Hamren sér ekki eftir því að hafa bekkjað Kolbein – ,,Vorum ekki að vinna saman“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 10. september 2019 20:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik Hamren, landsliðsþjálfari, var súr í kvöld eftir leik við Albaníu í undankeppni EM.

Íslensku strákarnir voru ekki sannfærandi í Albaníu en þeir töpuðu að lokum 4-2 fyrir heimamönnum.

Hamren segir að frammistaðan hafi ekki verið nógu góð og sérstaklega í fyrri hálfleik.

,,Ég er vonsvikinn. Við vorum ekki nógu góðirr í fyrri hálfleik sem er svekkjandi. Seinni var betri og við vorum með orku,“ sagði Hamren við RÚV.

,,Við jöfnum fyrst í 1-1 og svo í 2-2 en svo skora þeir aftur. Við fengum tækifæri til að skora þriðja markið og vorum óheppnir, þeirra skot fór í Kára en eftir það þá þurftum við að fara fram á við og þá opnaðist allt.“

,,Ég er mjög súr því við vildum meira úr þessu. Seinni hálfleikur var betri og ég var ánægður með suma hluti á vellinum en við vorum ekki nógu góðir.“

,,Við vorum ekki að vinna saman, við vorum að vinna einn og einn og samvinnan var ekki eins og í síðustu þremur leikjum. Það var lítið sem við gerðum saman en þeir voru með boltann auðveldlega.“

Kolbeinn Sigþórsson byrjaði ekki leik kvöldsins en Hamren segist ekki sjá eftir þeirri ákvörðun.

,,Ég sé ekki eftir því og það var ekki þeirr ákvörðun að kenna. Liðið þarf að vera þéttara og við þurfum að byrja betur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn syrgir Age Hareide – „Svo ótrúlega sorgmæddur“

Knattspyrnuheimurinn syrgir Age Hareide – „Svo ótrúlega sorgmæddur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Age Hareide er látinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Áframhaldandi vandræði hjá Reading

Áframhaldandi vandræði hjá Reading
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Óvæntar sögur um að risinn muni veifa seðlunum í United strax í janúar

Óvæntar sögur um að risinn muni veifa seðlunum í United strax í janúar