fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |
433Sport

Ronaldo viðurkennir að hafa borgað konu 45 milljónir: Segist hafa stundað kynlíf en ekki nauðgað henni

433
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 13:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögfræðingur Cristiano Ronaldo hafa viðurkennt að umbjóðandi sinn hafi borgað Kathryn Mayorga, 300 þúsund pund árið 2009. Um er að ræða 45 milljónir króna.

Mayorga segir að Ronaldo hafi nauðgað sér árið 2009, atvikið á að hafa átt sér stað í Las Vegas. Þar var Ronaldo í sumarfríi með vinum sínum áður en hann samdi við Real Madrid og varð dýrasti knattspyrnumaður í heimi.

Mayorga kærði Ronaldo fyrir nauðgun í fyrra, lögreglan hefur rannsakað málið en segir ekki neina sönnun til þess að fara með málið lengra. Lögfræðingar Ronaldo sögðu við yfirheyrslur, að Ronaldo segi þau hafi stundað kynlíf en að hann hafi ekki nauðgað henni. Hann hafi greitt henni til að ræða ekki um samskipti þeirra.

Atvikið á að hafa átt sér stað þann 12. júní árið 2009, Mayorga var 25 ára á þeim tíma og vann við það að lokka gesti inn á skemmtistað. Þar hitti hún Ronaldo, á Rain skemmtistaðnum.

,,Hann er virkilega frægur og ég var smeyk, hrædd um viðbrögðin. Ég skrifaði undir þetta skjal því ég ætlaði ekki að vera í sviðsljósinu,“ sagði Mayorga á dögunum en þau fóru saman á hótelherbergi hans.

Mayorga kveðst hafa farið inn á klósett til að skipta um föt þegar Ronaldo gekk til hennar. Limur hans hafi verið kominn út úr buxunum. ,,Hann grátbað mig í 30 sekúndur að snerta liminn sinn, þegar ég neitaði því. Þá bað hann mig um að totta sig, ég hlóg að honum. Ég hélt að þetta væri grín. Hann sagðist leyfa mér að fara ef ég myndi kyssa hann, ég sagðist kyssa hann en ekki snerta liminn hans. Kossinn gerði hann enn æstari og hann fór að vera mjög ágengur, hann reyndi að snerta mig en ég ýtti honum frá mér og sagði nei.“

Mayorga og Ronaldo sama kvöld og hún sakar hann um að hafa nauðgað sér.

Hún segir að vinkona sín hafi komið inn og allt hafi róast, hún hélt að allt væri búið. ,,Hann dróg mig inn í herbergi, ég var ekki hrædd. Ég hélt að honum væri ekki alvara og sagði honum að ekkert myndi gerast.“

,,Ég snéri mér frá honum, hann reif í nærbuxurnar mína. Ég reyndi að fara í burtu og hélt fyrir leggöngin mín. Hann stökk á mig.“

Mayorga heldur því fram að Ronaldo hafi nauðgað sér í endaþarminn, án smokks og ekki notað sleipiefni. ,

,,Eftir að hann nauðgaði mér, þá leyfði hann mér ekki að fara. Hann kallaði mig elskuna sína, hann baðst afsökunar. Hann sagðist vera góður strákur fyrir utan eitt prósent.“

,,Ég hélt að hann væri með AIDS og bað hann um að segja mér ef svo væri, hann sagði að hann væri íþróttamaður og að hann væri prófaður á þriggja mánaða fresti. Það væri ekkert að honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Álagið reyndist of mikið fyrir Jón Jónsson: ,,Þeir voru mjög hissa þegar ég sagði þeim að það væri æfing“

Álagið reyndist of mikið fyrir Jón Jónsson: ,,Þeir voru mjög hissa þegar ég sagði þeim að það væri æfing“
433Sport
Í gær

Solskjær þekkir Rúnar Má – Vildi fá hann til félagsins

Solskjær þekkir Rúnar Má – Vildi fá hann til félagsins
433Sport
Í gær

Eiður Smári útskýrir hið umdeilda atvik í gær: „Við viljum allir fyrirsögnina“

Eiður Smári útskýrir hið umdeilda atvik í gær: „Við viljum allir fyrirsögnina“
433Sport
Í gær

Erlendir fjölmiðlar fjalla um ást Rúnars á andstæðingum sínum: „Þetta er heimsviðburður í Skagafirði“

Erlendir fjölmiðlar fjalla um ást Rúnars á andstæðingum sínum: „Þetta er heimsviðburður í Skagafirði“