fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Síðasta ár var erfitt fyrir Jóhann Berg: „Maður veit aldrei í þess­um blessaða bolta“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 14. ágúst 2019 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson, kantmaður Burnley var á skotskónum í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Hann skoraði þá í góðu 3-0 sigri liðsins á Southampton. Jóhann ræðir um málið við Morgunblaðið.

Jóhann var í byrjunarliði liðsins en þar hefur hann átt fast sæti síðustu ár, ef heilsa hans leyfir. Jóhann var talsvert mikið meiddur á síðasta tímabili sem reyndist honum erfitt.

„Mér líður mjög vel í lík­am­an­um og ég náði heilu und­ir­bún­ings­tíma­bili með liðinu, sem er mjög já­kvætt fyr­ir mig. Ég hef hald­ist heill og planið er að sjálf­sögðu að halda því áfram út tíma­bilið. Síðasta sum­ar var skrítið þar sem ég var á HM í Rússlandi, maður fékk svo stutt frí eft­ir mótið og mætti svo beint inn í undan­keppni Evr­ópu­deild­ar­inn­ar með Burnley. Ég fékk þess vegna ekki þenn­an ákveðna grunn sem und­ir­bún­ings­tíma­bilið gef­ur manni, hvorki hlaup­in né styrktaræf­ing­arn­ar, sem hjálpa manni í gegn­um langt tíma­bil og ég fann fyr­ir því. Síðasta tíma­bil var erfitt fyr­ir mig per­sónu­lega og mark­miðið er að gera allt sem í mínu valdi stend­ur til þess að eiga gott tíma­bil með Burnley á þess­ari leiktíð,“ sagði Jóhann við Morgunblaðið.

Bæðii eftir EM í Frakklandi og HM í Rússlandi, hefur líkami Jóhanns ekki höndlað breyttar aðstæður.

„Seinni hluti síðasta tíma­bils var erfiður fyr­ir mig en tíma­bilið þar á und­an spilaði ég í raun flestalla leiki. Ég hef tekið eft­ir því að þegar ég hef farið á stór­mót hef­ur það setið aðeins í mér. Tíma­bilið eft­ir EM 2016 var smá ströggl fyr­ir mig, al­veg eins og tíma­bilið eft­ir HM 2018. Maður veit aldrei í þess­um blessaða bolta og það er ekki hægt að ganga að neinu vísu en meiðslalega séð hafa tíma­bil­in eft­ir síðustu stór­mót verið mér erfið. Það er ákveðið álag og það kem­ur kannski meira niður á manni þegar aðrir leik­menn liðsins fá fulla hvíld. Auðvitað vill maður samt sem áður spila á þess­um stór­mót­um fyr­ir Ísland og maður þarf kannski aðeins að læra það, eft­ir þessi mót, hvernig maður nær sér aft­ur lík­am­lega.“

Lestu viðtalið við Jóhann í Morgunblaði dagsins hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“

Karólína: „Við erum allar bestu vinkonur“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn

Gæti eitthvað farið að gerast hjá Liverpool varðandi Isak – Þetta gæti orðið verðmiðinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag

Búist við að Jón Daði verði kynntur í dag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Duran aftur til Evrópu

Duran aftur til Evrópu