fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Jóhann dáist af Pétri og öðrum sem fara yfir strikið: „Geta hagað sér eins og hálf­gerðir villi­menn “

433
Þriðjudaginn 13. ágúst 2019 09:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Ingi Hafþórsson, blaðamaður Morgunblaðsins skrifar skemmtilegan bakvörð í blað dagsins. Þar fer hann yfir íþróttamenn sem hafa rosalegt keppnisskap.

Jóhann telur um menn sem fara oft yfir strikið að hans mati, hann ber mikla virðingu fyrir þeim.

,,Að labba inn á íþrótta­völl get­ur haft ótrú­leg­ustu áhrif á dag­far­sprúða menn. Menn sem eru hinir ró­leg­ustu og kurt­eis­ustu geta hagað sér eins og hálf­gerðir villi­menn á íþrótta­vell­in­um. Ég er ekki að gagn­rýna slíka íþrótta­menn, alls ekki. Keppn­is­skapið verður til þess að þeir ná enn lengra en þeir ann­ars myndu gera,“ skrifar Jóhann í Morgunblaðið.

,,Knatt­spyrnumaður­inn Luis Su­árez er til í að gera allt til að vinna og stund­um fer hann langt yfir strikið. Væri hann ekki með þessa skap­gerð á vell­in­um, væri hann hins veg­ar ekki eins góður.“

,,Diego Costa er annað dæmi. Eins og Su­árez fer hann stund­um langt yfir strikið, en hann væri ekki eins góður og hann er, væri brjálað keppn­is­skapið ekki til staðar. Þeir sem þekkja þá vel segja þá afar ró­lega og hlé­dræga utan vall­ar.“

Jóhann tekur svo eitt íslenskt dæmi og nefnir þar Pétur Viðarsson, varnarmann FH.

,,Pét­ur Viðars­son, fót­boltamaður hjá FH, er annað dæmi. Hann dans­ar á lín­unni í leikj­um; kvart­ar mikið við dóm­ara og læt­ur sókn­ar­menn and­stæðing­anna stund­um finna vel fyr­ir því, bæði með tæk­ling­um og kjafti. Hann fékk beint rautt spjald fyr­ir að kalla dóm­ara „fokk­ing þroska­heft­an“ fyrr í sum­ar.“

,,Ég hef tekið viðtöl við Pét­ur eft­ir leiki, þar sem hann er ein­stak­lega kurt­eis og al­menni­leg­ur. Hann um­turn­ast í skap­inu þegar á völl­inn er komið og það ger­ir hann að betri leik­manni en hann ann­ars væri.“

,,Þótt það komi augna­blik þar sem mér finnst þess­ir íþrótta­menn fara yfir strikið, get ég ekki annað en dáðst að þeim á sama tíma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi