fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
433Sport

Kári Árna: Dómarinn heyrði eitthvað hljóð og dæmir, þetta var glórulaust

Victor Pálsson
Mánudaginn 8. júlí 2019 21:26

Mynd: Eyþór Árnason Kári Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason er mættur aftur heim í Pepsi Max-deildina en hann spilaði með Víkingum gegn FH í kvöld.

Eitt mark var skorað í Kaplakrika en Brandur Olsen gerði það fyrir FH beint úr aukaspyrnu.

Kári var sáttur með spilamennsku liðsins en segir að aukaspyrnudómurinn hafi verið glórulaus.

,,Þetta var í lagi fyrir utan kannski fyrstu tvær mínúturnar, manni leið bara vel á vellinum,“ sagði Kári við Stöð 2 Sport.

,,Við áttum þennan leik með húð og hári og áttum skilið meira en við nýtum ekki færin og þá gerist svona.“

,,Lokasendingin var ekki nógu nákvæm og endar í fanginu á markmanninum frekar en í löppunum á okkur. Þetta var ósanngjarnt, við áttum ekki að tapa þessum leik.“

,,Ég held að enginn hafi verið ánægður með þessa aukaspyrnu. Júlli nær boltanum og svo sparkar hann eitthvað í hann og dómarinn heyrir eitthvað hljóð og ákveður að dæma aukaspyrnu, þetta var glórulaust.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þjálfari Portúgals kennir Heimi um rauða spjaldið

Þjálfari Portúgals kennir Heimi um rauða spjaldið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

KA staðfestir komu Diego Montiel

KA staðfestir komu Diego Montiel
433Sport
Í gær

Sjáðu hjartnæmt myndband KSÍ til heiðurs Jóa Berg – Stjarna Manchester United búinn að deila því

Sjáðu hjartnæmt myndband KSÍ til heiðurs Jóa Berg – Stjarna Manchester United búinn að deila því
433Sport
Í gær

Jóhann Berg einlægur eftir magnaðan áfanga – „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu, ég er ótrúlega stoltur“

Jóhann Berg einlægur eftir magnaðan áfanga – „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu, ég er ótrúlega stoltur“