fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |
433Sport

Gunnleifur: Pirrar mig oft þegar fólk hefur aldur minn á heilanum

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 4. júní 2019 09:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnleifur Gunnleifsson varð á sunnudag leikjahæsti leikmaður í deildakeppni á Íslandi, Gunnleifur lék þá sinn 424 deildaleik á landinu, þegar Breiðablik vann FH.

Þessi magnaði markvörður fagnar 44 ára afmæli sínu í sumar en hann hefur sjaldan spilað betur.

„Það pirrar mig oft þegar fólk hefur aldur minn á heilanum og ég get alveg viðurkennt að það fer í taugarnar á mér að þurfa að svara á hverju hausti hvort að ég ætli að halda áfram. Ég hef hins vegar mjög gaman af því að fara í gegnum ferilinn og rifja upp þær fjölmörgu góðu minningar sem ég á úr boltanum,“ segir Gunnleifur við Fréttablaðið í dag.

Gunnleifur hefur breyst talsvert sem markvörður á þessum árum, en hvað hefur breyst?

„Ég hef þróast mjög sem markmaður og þrátt fyrir að ég geti enn sýnt góða fótavinnu og tekið vörslur þar sem ég þarf að skutla mér og sýna snögg viðbrögð þá er ég orðinn betri í að stýra leiknum þannig að ég hafi minna að gera. Ég er orðinn mun betri í að stýra varnarlínunni fyrir framan mig og haga hlutum þannig að ég þurfi sjaldndar að taka á honum stóra mínum.“

Myndband til heiðurs Gunnleifs frá BlikarTV er hér að neðan.

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: Hrós á stjórnina fyrir að reka mig ekki í nóvember

Arnar Gunnlaugs: Hrós á stjórnina fyrir að reka mig ekki í nóvember
433Sport
Í gær

Óli Kristjáns öskuillur eftir risastóra ákvörðun í Laugardalnum: ,,Algjörlega út í hött“

Óli Kristjáns öskuillur eftir risastóra ákvörðun í Laugardalnum: ,,Algjörlega út í hött“
433Sport
Í gær

Ótrúlegur sigur Norwich á Englandsmeisturunum – Pukki óstöðvandi

Ótrúlegur sigur Norwich á Englandsmeisturunum – Pukki óstöðvandi
433Sport
Í gær

Er í lagi að stunda kynlíf rétt fyrir stór átök? – Sérfræðingur svarar

Er í lagi að stunda kynlíf rétt fyrir stór átök? – Sérfræðingur svarar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Dæmdur í fimm leikja bann fyrir að bíta ungan strák

Dæmdur í fimm leikja bann fyrir að bíta ungan strák
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndirnar: Ungur Rúnar – Mætir á draumaslóðir í næstu viku

Sjáðu myndirnar: Ungur Rúnar – Mætir á draumaslóðir í næstu viku