fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2019  |
433Sport

Sjáðu trylluna sem flutti Víkinga til Eyja í dag

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 26. júní 2019 14:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boltinn heldur áfram að rúlla í Mjólkurbikar karla og í kvöld fer fram fyrsti leikurinn í 8 liða úrslitum, en þá eigast við ÍBV og Víkingur R. Liðin hafa mæst fjórum sinnum áður í Bikarkeppni KSÍ. ÍBV hefur unnið þrjá leiki, en Víkingur einn. Fyrsta viðureignin var á malarvellinum í Löngulág í Vestmannaeyjum, þar sem ÍBV vann 4-1 sigur í 8-liða úslitum. ÍBV fór alla leið í bikarnum það árið og hampaði bikarmeistaratitlinum eftir 2-0 sigur á FH í úrslitaleik á Melavellinum í Reykjavík.

Þegar ÍBV og Víkingur áttust við í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins árið 1992 fóru fimm gul spjöld á loft og var jafnt 2-2 eftir venjulegan leiktíma, en Víkingur vann 3-2 eftir æsispennandi framlengingu. Liðin mættust að nýju 17 árum síðar, í 32-liða úrslitum árið 2009, og þá voru úrslitin einnig 3-2, en að þessu sinni voru það Eyjamenn sem fóru með sigur af hólmi þar sem Viðar Örn Kjartansson skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

ÍBV vann Víking svo aftur þegar liðin mættust í 8-liða úrslitum í bikarnum 2017 í fjörugum leik og niðurstaðan 2-1 sigur ÍBV. Líkt og 1972 fór ÍBV alla leið og fagnaði enn einum bikartitlinum eftir 1-0 sigur gegn FH, eins og 1972, í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli. Liðin mætast á Hásteinsvelli í Eyjum kl. 18:00 í dag, miðvikudag, og er fólk hvatt til að fjölmenna á völlinn og drekka í sig stemninguna. Þau sem ekki komast á leikinn geta fylgst með í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.

Það vakti talsverða athygli hvaða bát Víkingar fóru með til Eyja, en þeir fóru með lítilli tryllu frá Landeyjahöfn en ekki Herjólfi.

Myndir af þessu má sjá hér að neðan.

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Hvað er fyrirliði Arsenal að gefa í skyn? – Sjáðu hvað hann gerði

Hvað er fyrirliði Arsenal að gefa í skyn? – Sjáðu hvað hann gerði
433Sport
Í gær

Segir að stjarna United sé orðin mun sterkari: Sjáðu samanburðinn – Er munur á honum?

Segir að stjarna United sé orðin mun sterkari: Sjáðu samanburðinn – Er munur á honum?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sterkasti leikmaður tölvuleiksins FIFA gæti spilað í úrvalsdeildinni

Sterkasti leikmaður tölvuleiksins FIFA gæti spilað í úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Zidane yfirgaf æfingabúðir Real Madrid

Zidane yfirgaf æfingabúðir Real Madrid
433Sport
Fyrir 3 dögum

Reyndi að fiska spjald á fáránlegan hátt: Sjáðu hvað hann gerði við Zaha

Reyndi að fiska spjald á fáránlegan hátt: Sjáðu hvað hann gerði við Zaha
433Sport
Fyrir 3 dögum

Birti Instagram færslu um brjóst kærustu sinnar: Fékk að heyra það fyrir framan alla – Sjáðu myndina

Birti Instagram færslu um brjóst kærustu sinnar: Fékk að heyra það fyrir framan alla – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 3 dögum

Verður ekki kynntur eins og aðrir leikmenn: Óttast það versta

Verður ekki kynntur eins og aðrir leikmenn: Óttast það versta
433Sport
Fyrir 3 dögum

Er þetta nóg til að stöðva rasisma? – Ný regla fær góð viðbrögð

Er þetta nóg til að stöðva rasisma? – Ný regla fær góð viðbrögð