Föstudagur 15.nóvember 2019
433Sport

Pistill: FH er eins og Manchester United – Vandamálið er ekki þjálfarinn

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 24. júní 2019 09:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar:

Það er krísa í Kaplakrika, dýrt lið FH nær ekki þeim árangri sem ætlast er til. Liðið situr í sjöunda sæti Pepsi Max-deildarinnar, með 12 stig eftir níu leiki. Eftir fína byrjun hefur botninn dottið úr leik liðsins. FH gengur illa með sterkari lið deildarinnar, liðið er eftir tapið gegn KR í gær, 12 stigum á eftir efsta liðinu, KR.

Það eru því miður fyrir FH-inga ekki ný tíðindi að liðið sé ekki lengur á meðal þeirra bestu. Þetta hefur í raun verið á leiðinni frá árinu 2016, þar var liðið Íslandsmeistari undir stjórn Heimis Guðjónssonar. 2017 var svo öllum ljóst að Heimir hafði kreist hvern einasta dropa úr leikmannahópi liðsins. Liðið endaði þá með 35 stig, 15 stigum frá toppliði Vals.

Ég sat í Kaplakrika í gær og horfði á leik liðsins gegn KR, þar var mér hugsað til þess að FH er í raun í nákvæmlega sömu stöðu og Manchester United var, þegar Sir Alex Ferguson lét af störfum árið 2013.

Heimir hafði verið leiðtogi í Kaplakrika í 17 ár, fyrst sem leikmaður, síðan aðstoðarþjálfari og svo sem þjálfari liðsins í níu ár. Hann er goðsögn í Kaplakrika en hann hafði líka verið í vandræðum með að endurnýja leikmannahóp sinn. Það var einnig vandamál Sir Alex Ferguson hjá Manchester United, hann lét af störfum árið 2013. Þá var leikmannahópur Manchester United að brenna út, Ferguson kreisti allt úr liðinu á sínu síðasta tímabili. Pistill þessi er ekki ritaður sem gagnrýni á Heimi, hann gerði magnaða hluti í Krikanum, hann var heldur ekki vandamál liðsins, alveg eins og það er ekki Ólafur í dag.

Það eru líkindi með FH og Manchester United, hjá FH var búið að kreista hvern einasta dropa úr liðinu undir stjórn Heimis. Hann var rekinn úr starfi haustið 2017, við tók Ólafur Kristjánsson, eins og allir vita. Honum hefur mistekist að koma FH aftur í fremstu röð á 18 mánuðum.

Fyrir tímabilið 2018 var ákveðið að hreinsa hressilega út úr herbúðum FH, margir fóru og fleiri komu inn. Kannski fóru Ólafur og FH-ingar of hratt í breytingarnar. Sjö leikmenn eru farnir frá síðustu leiktíð sem spiluðu ágætis hlutverk. Aftur eru breytingarnar miklar og FH er enn að smíða liðið sitt saman.

Það sem hægt er að gagnrýna Ólaf eru störf hans á markaðnum, kaupin á mörgum leikmönnum hafa misheppnast. Nægir þar að nefna Geoffrey Castillion, dýr leikmaður sem skilaði engu. Í leikmannahópi FH í dag eru fleiri leikmenn sem hafa engu bætt við. Þá eru eldri leikmenn eins og Atli Guðnason og Davíð Þór Viðarsson, komnir yfir hæðina. Þeir eru komnir yfir það besta.

FH vantar að fá inn leikmenn sem þurfa að sanna sig, langar eitthvað stærra. Ekki bara leikmenn sem eru sáttir að vera á Íslandi, í FH, þannig eru Björn Daníel Sverrisson, Hjörtur Logi Valgarðsson, Guðmundur Kristjánsson og Kristinn Steindórsson flottir leikmenn, en þeir eru komnir heim. Sáttir að vera í FH og vita að draumurinn um atvinnumennsku kemur ekki aftur. Það vantar unga leikmenn sem vilja sanna sig, sama vandamál og Manchester United hefur nú áttað sig á.

Ólafur Kristjánsson verður undir pressu næstu vikurnar en hann er ekki vandamál liðsins, að mínu viti. Alveg eins og Louis van Gaal og Jose Mourinho voru ekki vandamál Manchester United. Það tekur tíma að byggja upp nýtt lið, eftir að búið er að kreista allt úr hópnum. Til að slík uppbygging gangi vel þarf að halda sig við sömu hugmyndafræði, svo að uppbyggingin taki ekki 6-8 ár eins og hjá Manchester United. Ég vona að FH-ingar treysti Ólafi til verksins áfram, liðið á fína möguleika á Evrópuæsti í gegnum deildina og bikarinn. Liðið þarf svo að hressa upp á hóp sinn í haust og reyna að koma sér aftur í fremstu röð, Ólafur Kristjánsson getur komið liðinu þangað.

Hörður Snævar Jónsson

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þjóðin reið: Ákvörðun sem margir gagnrýna – ,,Með því steiktara sem ég hef séð“

Þjóðin reið: Ákvörðun sem margir gagnrýna – ,,Með því steiktara sem ég hef séð“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ísland gerði jafntefli í Tyrklandi – Ekki beint á EM

Ísland gerði jafntefli í Tyrklandi – Ekki beint á EM
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu myndirnar: Er Alfreð alvarlega meiddur?

Sjáðu myndirnar: Er Alfreð alvarlega meiddur?
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Harðneitar að fara þó þeir vilji losna við hann: ,,Ég er ekki að fara neitt“

Harðneitar að fara þó þeir vilji losna við hann: ,,Ég er ekki að fara neitt“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Byrjunarlið Íslands í Tyrklandi: Kolbeinn, Alfreð og Jón Daði byrja

Byrjunarlið Íslands í Tyrklandi: Kolbeinn, Alfreð og Jón Daði byrja
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tyrkir segja leikinn þann stærsta síðan í undanúrslitum EM 2008

Tyrkir segja leikinn þann stærsta síðan í undanúrslitum EM 2008
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Óli Jó treysti ekki Gary Martin: „Hann var með skot á mig en hann féll nú reyndar“

Óli Jó treysti ekki Gary Martin: „Hann var með skot á mig en hann féll nú reyndar“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lykilmaður Tyrkja: „Þetta er ekki búið“ – Stúkan verður rauð

Lykilmaður Tyrkja: „Þetta er ekki búið“ – Stúkan verður rauð