Sunnudagur 15.desember 2019
433Sport

Reyna að koma Sayed til landsins og biðja um aðstoð: ,,Þjóðin hefur talað“

433
Laugardaginn 22. júní 2019 22:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskir knattspyrnuaðdáendur hjálpast nú að við að reyna að koma Mohammad Sayed til landsins.

Sayed er maður sem einhverjir kannast við en hann er einn harðasti stuðningsmaður íslenska landsliðsins.

Sayed býr í Bangladesh en hann missir aldrei af leik með íslensku strákunum og er duglegur að birta myndir og myndbönd af sjálfum sér þar sem má sjá í íslenska fánann.

Hann bjó til að mynda til risastóran íslenska fána og fékk hjálp frá vinum til að koma honum öllum á myndband.

Hilmar Jökull á Twitter greindi frá því í gær að söfnun væri farin af stað til að reyna að koma Sayed til landsins.

Sayed dreymir um að komast á leik með landsliðinu og eru einhverjir búnir að rétta fram hjálparhönd.

Reynt er að koma Sayed til landsins fyrir leik gegn Moldavíu í september og verður fróðlegt að sjá hvort það takist.

Tómas Jóhannsson stingur upp á að KSÍ hjálpi til og vill sjá sambandið leggja inn að minnsta kosti tíu þúsund. „Þjóðin hefur talað,“ skrifar Tómas við færsluna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

James Milner búinn að framlengja

James Milner búinn að framlengja
433Sport
Í gær

Útilokar að hann sé á förum: ,,Hef stutt þetta lið síðan ég var krakki“

Útilokar að hann sé á förum: ,,Hef stutt þetta lið síðan ég var krakki“
433Sport
Í gær

Guardiola vildi hafa ákvæði í samningi: Getur sagt upp hjá City næsta sumar

Guardiola vildi hafa ákvæði í samningi: Getur sagt upp hjá City næsta sumar
433Sport
Í gær

Eldheitar umræður um hver eigi að verða Íþróttamaður ársins: „Staðreyndum mínum er drullusama um tilfinningar þínar“

Eldheitar umræður um hver eigi að verða Íþróttamaður ársins: „Staðreyndum mínum er drullusama um tilfinningar þínar“