Sunnudagur 15.desember 2019
433Sport

Gunnleifur þóttist vera svaka kall áður en reynt var á það: ,,Ég var veruleikafirrtur, hrokafullur og leiðinlegur“

Victor Pálsson
Laugardaginn 22. júní 2019 21:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnleifur Vignir Gunnleifsson er markvörður sem allir Íslendingar kannast við en hann hefur lengi leikið í efstu deild hér heima.

Gunnleifur spilaði með liði HK frá 2002 til 2009 og reyndi einu sinni fyrir sér í atvinnumennsku árið 2009 er hann samdi við FC Vaduz á láni.

Gunnleifur á að baki 26 landsleiki fyrir Ísland og hefur undanfarin sex ár varið mark Breiðabliks.

Það voru nokkur lið sem sýndu Gunnlaugi áhuga er hann var yngri og þar á meðal Manchester United.

Gunnleifur ræddi þennan áhuga í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið á dögunum en United vildi fá hann í sínar raðir.

Eftir að hafa farið á reynslu hjá Wimbledon á Englandi þá fékk hann boð frá United. Gunnleifur ákvað hins vegar að hafna því boði.

,,Það var þannig að þegar ég var yngri þá var ég pínu veruleikafirrtur, hrokafullur og leiðinlegur,“ sagði Gunnleifur.

,,Ég var alveg viss um það að ég myndi fara í atvinnumennsku því það voru allir að hringja og segja að ég gæti farið hingað og þangað.“

,,Með þetta þá fóru ég, Sigurður Örn Jónsson og Bjarni Þorsteinsson til Wimbledon. Í millitíðinni þá hringir umboðsmaður David Winnie í mig og spyr hvort ég hafi áhuga á að fara til Manchester United.“

,,Svo veit fólk ekki að ég var of lítill í mér fyrir eitthvað svona. Ég þóttist vera svaka kall en þetta var ekki fyrir mig. Ég fór bara til Wimbledon og fór svo heim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

James Milner búinn að framlengja

James Milner búinn að framlengja
433Sport
Í gær

Útilokar að hann sé á förum: ,,Hef stutt þetta lið síðan ég var krakki“

Útilokar að hann sé á förum: ,,Hef stutt þetta lið síðan ég var krakki“
433Sport
Í gær

Guardiola vildi hafa ákvæði í samningi: Getur sagt upp hjá City næsta sumar

Guardiola vildi hafa ákvæði í samningi: Getur sagt upp hjá City næsta sumar
433Sport
Í gær

Eldheitar umræður um hver eigi að verða Íþróttamaður ársins: „Staðreyndum mínum er drullusama um tilfinningar þínar“

Eldheitar umræður um hver eigi að verða Íþróttamaður ársins: „Staðreyndum mínum er drullusama um tilfinningar þínar“