fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Var logið að þjóðinni um meiðsli Hannesar? – Hjörvar segir hann hafa samið við Val um að fara í brúðkaup Gylfa

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 19. júní 2019 15:34

Hannes Þór með félögum sínum úr landsliðinu í brúðkaupinu fræga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Þór Halldórsson er mættur aftur til Íslands eftir að hafa farið í brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar um helgina.

Lestu meira:
Harkaleg gagnrýni á Hannes: Fór í brúðkaup Gylfa og Alexöndru – „Þú ert einn sá launahæsti“

Fótbolti.net segir frá því að Hannes muni standa vaktina í marki Vals gegn KR í kvöld. Í síðustu viku var Hannes sagður meiddur, það var ástæða þess að hann gat farið í brúðkaupið. Hann sagðist vera meiddur eftir landsleikina.

Við Fótbolta.net sagði Hannes svo að Ólafur Jóhannesson, þjálfari liðsins, hafi hreinlega sagt honum að fara vegna meiðslanna. Ekki hafa allir keypt þær útskýringar. Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur um fótbolta, sagði aðra hlið af málinu í dag.

„Þegar ég var á landsleik Íslands og Tyrklands þá heyrði ég enga gárunga tala um þetta. Ég heyrði þetta fyrir mörgum mánuðum síðan að þetta væri í samningi Hannesar. Ég vildi bara ekkert fara henda í það og sagði að gárungarnir á vellinum væru að ræða þetta,“ sagði Hjörvar í Brennslunni á FM957 í morgun og Fótbolti.net hefur eftir honum.

Þannig virðist Hannes hafi samið við Val, þegar hann kom til landsins í apríl, að hann fengi frí þessa helgina. Til að komast í brúðkaup Gylfa og Alexöndru Helgu sem fram fór á Lake Como, á Ítalíu.

„Það voru engir gárungar í kringum mig. Núna er bolurinn að fá þær upplýsingar. Hann hefur bara samið svona, honum hefur langað það mikið,“

Hjörvar var hissa á því að Hannes hefði samið svona löngu fyrir um að fara í brúðkaup.

„Vegna þess að Hannes er eins venjulegur náungi og maður kynnist í lífinu. Ég skil ekki að manni langar svona mikið á einhvern viðburð. Ég viðurkenni það að það þyrfti að vera sonur minn að fara gifta sig mjög óvænt (ef ég ætti að taka svona ákvörðun). Ef ég væri þjálfari HK og Kjartan (Atli Kjartansson) væri að fara gifta sig á Spáni þá myndi ég þakka honum fyrir frábært boð en ég verð að afboða mig. Ég hefði elskað að vera í því brúðkaupi og hefði keyrt hvert á land sem er á Íslandi en ég get ekki misst af leik útaf þessu. Ég geri ráð fyrir því að það yrði þannig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða
433Sport
Í gær

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann
433Sport
Í gær

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu