fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2019
433Sport

Vegið harkalega að Eddu Sif eftir landsleikinn: „Edda Sif er flott í Skólahreysti, einbeitingu á það“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 13. júní 2019 09:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Ég fékk illt í hjartað að hlusta á þetta viðtal, hvar er fagmennskan hjá RÚV?,“ sagði reiður Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur í Dr Football, hlaðvarpsþætti Hjörvars Hafliðasonar í gær. Verið var að ræða viðtal sem Edda Sif Pálsdóttir, fréttakona á RÚV, tók við Gylfa Þór Sigurðsson eftir landsleikinn við Tyrkland á þriðjudag.

Edda spurði Gylfa meðal annars út í færi sem hann fékk í leiknum, nokkuð eðlileg spurning að flestra mati. Umræða skapaðist um þetta á samfélagsmiðlum. ,,Hvað var að þessu?,“ spurði Hjörvar Hafliðason þá, Kristján var fljótur til svars. ,,Þetta var ömurlegt viðtal frá fyrstu sekúndu til þeirrar síðustu.“

Edda svaraði nokkrum einstaklingum í gær á Twitter. ,,Sælir drengir! Ég var bara að tala um nákvæmlega sömu færi og Gylfi taldi upp sjálfur og Eiður og Óli töluðu um í stúdíóinu að hann hefði verið pirraður að ná ekki að nýta. Það talaði enginn um dauðafæri,“ sagði Edda á Twitter í gær.

Kristjáni var ansi heitt í hamsi í þessari umræðu og rifjaði upp viðtal Eddu frá HM í Rússlandi í fyrra. ,,Alveg eins og hún spurði Hannes eftir leikinn gegn Argentínu að vítið hefði ekkert verið sérstakt frá Messi. Besta knattspyrnumanni sögunnar, ég vil fá standard á RÚV. Bara alvöru menn taki þessi viðtöl, þetta er bara kjaftæði.“

,,Ég ætla að segja við Magnús Geir, útvarpsstjóra. Edda Sif er flott í Skólahreysti, einbeitingu á það.“

Mikael Nikulásson var með í umræðunni og fannst hún á villigötum. ,,Mér finnst þetta hlægilegt, það eru endalaus viðtöl frá hinum og þessum sem maður hlær að. Svo kemur hún greyið, hann átti ekki mikið af færum í þessum leik. Missti það út úr sér, slökum aðeins. Mér finnst hún góð.“

Smelltu hér til að sjá viðtalið sem um er rætt

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Sjáðu myndina: Ástæða þess að Sarri er ekki vinsæll hjá Juventus

Sjáðu myndina: Ástæða þess að Sarri er ekki vinsæll hjá Juventus
433Sport
Í gær

Myndir: Ramos gifti sig á Spáni í gær – Beckham hjónin mættu

Myndir: Ramos gifti sig á Spáni í gær – Beckham hjónin mættu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kompany gefur fyrrum liðsfélaga annað tækifæri: Rekinn vegna eineltis

Kompany gefur fyrrum liðsfélaga annað tækifæri: Rekinn vegna eineltis
433Sport
Fyrir 2 dögum

Pogba staðfestir tíðindin: Vill burt frá Manchester United í sumar

Pogba staðfestir tíðindin: Vill burt frá Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Landsliðsvalið kom Birki á óvart: ,,Það var hundleiðinlegt“

Landsliðsvalið kom Birki á óvart: ,,Það var hundleiðinlegt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Pedro kvartar undan vinnuálagi leikmanna: ,,Stórt mót í Eyjum og allir vinna þar“

Pedro kvartar undan vinnuálagi leikmanna: ,,Stórt mót í Eyjum og allir vinna þar“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Fær ekki starf því hann hraunaði yfir allt og alla: ,,Bara stríðsmaður á lyklaborðinu“

Fær ekki starf því hann hraunaði yfir allt og alla: ,,Bara stríðsmaður á lyklaborðinu“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Segja að Klopp sé tilbúinn að fórna Salah: Vill fá þennan í staðinn

Segja að Klopp sé tilbúinn að fórna Salah: Vill fá þennan í staðinn