fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Ummæli Gauja Þórðar sem Arnar mun aldrei gleyma: ,,Þetta voru aumingjar og þeir gátu ekki neitt“

433
Þriðjudaginn 7. maí 2019 19:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur heldur áfram á fullu fjöri en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Þátturinn hefur notið mikilla vinsælda en afar áhugaverðir gestir hafa komið í þáttinn.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Arnar Þór Viðarsson sem átti magnaðan feril sem atvinnumaður, hann var elskaður og dáður hjá þeim félögum sem hann lék fyrir.

Arnar hefur búið erlendis í 22 ár en er mættur aftur heim. Hann er nú þjálfari U21 árs landsliðsins og var í vikunni ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ.

Arnar spilaði í frægum leik gegn Frökkum er Ísland rétt tapaði 3-2 í undankeppni EM árið 1999.

Frakkar voru þá með eitt allra besta landslið heims og höfðu stuttu áður fagnað sigri á heimsmeistaramótinu.

Guðjón Þórðarson var þá landsliðsþjálfari Íslands en hann þjálfaði liðið frá 1997 til 1999 og tók svo við Stoke City.

Arnar er mikill aðdáandi Guðjóns og fer yfir hvernig honum leið fyrir leikinn gegn stórliði Frakklands eftir fund með Guðjóni.

,,Ég sat á bekknum í fræga leiknum, 3-2. Það var var algjört ævintýri að vera í þeim hóp,“ sagði Arnar.

,,Ég var bara ungur drengur þannig lagað, að vera vitni af Gaua Þórðar tímabilinu. Gaui var snillingur.“

,,Á þeim tíma, ég mun aldrei gleyma því, þeir voru ný orðnir heimsmeistarar og fyrir þann leik að sitja á fundum með Gaua Þórðar og heyra hann tala um Didier Deschamps, Desailly, Zidane og alla þessa gaura, þetta voru aumingjar.“

,,Þeir gátu ekki neitt! Þeir voru annað hvort over the hill eða þeir nenntu þessu ekki eða þeir voru búnir að vera meiddir.“

,,Ég fór útaf fundinum og hugsaði með mér að við værum að fara að vinna þennan leik, að þeir gætu ekkert. Gaui Þórðar var ógeðslega góður í þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kjartan segir leikmann sinn hafa fengið ósanngjarnt umtal í sumar – „Skildi ekki alveg þessa neikvæðni og hatur“

Kjartan segir leikmann sinn hafa fengið ósanngjarnt umtal í sumar – „Skildi ekki alveg þessa neikvæðni og hatur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skoða það alvarlega að fá Kane næsta sumar

Skoða það alvarlega að fá Kane næsta sumar
433Sport
Í gær

Áfall hjá Liverpool – Tveir lykilmenn mættu meiddir eftr landsleiki og spila ekki á næstunni

Áfall hjá Liverpool – Tveir lykilmenn mættu meiddir eftr landsleiki og spila ekki á næstunni
433Sport
Í gær

Tók upp myndband af mótmælum við flóttamönnum – Stálheppinn að missa ekki bílprófið

Tók upp myndband af mótmælum við flóttamönnum – Stálheppinn að missa ekki bílprófið
433Sport
Í gær

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu
433Sport
Í gær

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð