fbpx
Föstudagur 20.september 2019  |
433Sport

Plús og mínus: Hvað í fjandanum er í gangi?

Victor Pálsson
Sunnudaginn 26. maí 2019 21:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur tapaði enn einum leiknum í sumar í kvöld er liðið mætti Breiðabliki í sjöttu umferð Pepsi Max-deildar karla.

Blikar sóttu öll þrjú stigin á Origo völlinn en Andri Rafn Yeoman tryggði liðinu sigur með marki undir lok leiksins.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Blikarnir voru geggjaðir í leik kvöldsins. Það var oft bara eitt lið á vellinum og ekki voru það Íslandsmeistararnir.

Valsmenn voru kannski slakir en Blikarnir spiluðu oft glimrandi góðan sóknarbolta og voru mjög hættulegir fram á við.

Á sama tíma náðu Valsmenn ekki að skapa sér eins hættuleg færi. Það er risastórt að ná í þrjú stig á Origo völlinn.

Hannes Þór Halldórsson var í marki Vals í kvöld og það er honum að þakka að Blikar hafi ekki gert fleiri mörk. Alvöru frammistaða hjá landsliðsmarkverðinum.

Mínus:

Þó að Blikar hafi spilað betur þá skoruðu Valsmenn allavegana eitt mark sem átti að standa en var dæmt ógilt. Sigurður Egill Lárusson skoraði á tíundu mínútu fyrir heimamenn en markið ranglega tekið af.

Andri Adolphsson skoraði svo annað mark fyrir lok fyrri hálfleiks sem var einnig dæmt af. Það er alls ekki víst að sá dómur hafi verið réttur.

Dómarinn Egill Arnar Sigurþórsson og hans aðstoðarmenn voru heilt yfir með léleg tök á þessum leik.

Rosalega elskar þetta Valslið að gefa mörk. Voru sofandi þegar Andri Rafn skoraði eina mark leiksins og voru stálheppnir á sama tíma að hafa Hannes á milli stanganna.

Enn og aftur virkar sókn Valsmanna líka bitlaus. Þetta Gary Martin fíaskó hefur ekki hjálpað einum né neinum. Þeir hefðu alveg getað notað hann í kvöld.

Blikar fengu alveg ótrúlegt pláss fyrir framan vítateig Valsmanna. Það er með ólíkindum. Þeir voru alltaf í skotfæri.

Er farið að hitna undir Óla Jó? Valur er með fjögur stig eftir sex leiki. Hans starf gæti vel verið í hættu. Það er ekkert eðlilegt við að tvöfaldir Íslandsmeistarar hefji mótið svona. Afsakið orðbragðið en hvað í fjandanum er í gangi?

Kristinn Freyr Sigurðsson fékk beint rautt spjald á 92. mínútu leiksins. Kristinn ákvað að strauja Kolbein Þórðarson aftan frá undir lokin og fékk verðskuldað rautt spjald. Algjört agaleysi og hreint út sagt bara heimskulegt.

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

De Gea lagði 28 milljónir inn á Rauða krossinn: Sjö hafa látið

De Gea lagði 28 milljónir inn á Rauða krossinn: Sjö hafa látið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

18 ára leikmaður Chelsea þénar nú 28 milljónir á viku

18 ára leikmaður Chelsea þénar nú 28 milljónir á viku
433Sport
Í gær

Greenwood hetja United – Ótrúleg úrslit í Þýskalandi og Hörður fékk skell

Greenwood hetja United – Ótrúleg úrslit í Þýskalandi og Hörður fékk skell
433Sport
Í gær

Dæmdur í fangelsi fyrir hrottalega árás – Fékk samning um leið og hann losnaði

Dæmdur í fangelsi fyrir hrottalega árás – Fékk samning um leið og hann losnaði
433Sport
Í gær

Opnar á að nýjasta stjarnan fari til United: Þrátt fyrir allt sem gekk á

Opnar á að nýjasta stjarnan fari til United: Þrátt fyrir allt sem gekk á
433Sport
Í gær

Lið ársins í Pepsi Max-deild karla: Sjö koma úr liði Íslandsmeistaranna

Lið ársins í Pepsi Max-deild karla: Sjö koma úr liði Íslandsmeistaranna
433Sport
Í gær

Knattspyrnumaður myrtur í Amsterdam í gær

Knattspyrnumaður myrtur í Amsterdam í gær
433Sport
Í gær

Kristján hefur lengi starfað í faginu: Hælbeinið farið að vera til vandræða – „Af­leiðing­arn­ar geta verið al­var­leg­ar“

Kristján hefur lengi starfað í faginu: Hælbeinið farið að vera til vandræða – „Af­leiðing­arn­ar geta verið al­var­leg­ar“