fbpx
Miðvikudagur 18.september 2019  |
433Sport

Elskaður meira en Íslendingar gera sér grein fyrir: Goðsögn, söknuður og maður fólksins

Victor Pálsson
Sunnudaginn 19. maí 2019 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auðunn Blöndal hefur gert frábæra þætti um íslenska atvinnumenn í íþróttum, þriðja þáttaröð var að klárast á Stöð2 og fékk hún frábær viðbrögð. Fyrsta þáttaröðin var afar áhugaverð og á næstu dögum, ætlum við að rifja upp bestu bitana úr þessum frábær þáttum, sem einn besti sjónvarpsmaður í sögu Íslands, Auðunn Blöndal hefur stýrt.

Í sjötta þætti í fyrstu seríu þá var heimsótt Eið Smára Guðjohnsen sem var á þessum tíma besti knattspyrnumaður Íslands.

Það eru allir landsmenn sem kannast við Eið en hann gerði garðinn frægan með Chelsea og Barcelona.

Lífið var ekki alltaf dans á rósum fyrir þennan frábæra knattspyrnumann sem flakkaði mikið á milli liða seinni hluta ferilsins.

Eiður er þekktastur fyrir það að spila fyrir Chelsea þar sem hann vann ensku úrvalsdeildina áður en hann samdi við Barcelona árið 2006.

Auðunn heimsótti Eið eftir erfitt tímabil þar sem hann var nálægt því að yfirgefa Barcelona vegna hlutverksins sem hann sinnti hjá félaginu.

,,Ég var mjög nálægt því að fara í sumar. Mér fannst þetta bara komið gott, ég fékk ekki þau tækifæri sem ég átti skilið,“ sagði Eiður um tíma sinn á Spáni.

,,Eftir að hafa talað við Guardiola þá ákvað ég að kýla á þetta í allavegana eitt ár í viðbót. Ég hélt kannski að aðstæður yrðu til þess að ég þyrfti að fara.“

Auðunn ræddi svo stuttu seinna við Ragnhildi Sveinsdóttur en hún var þáverandi eiginkona Eiðs.

Það getur verið erfitt að vera bundin knattspyrnumanni en þeir eiga það til að færa sig um set án mikils fyrirvara.

Ragna fór aðeins yfir helstu kosti og galla Eiðs en segir að það hafi í raun aldrei farið í taugarnar á sér að þurfa að flytja.

Einnig nefnir Ragna það að hún hafi ekki lesið blöðin á Spáni á þessum tíma þar sem Eiður var oft gagnrýndur sem og aðrir leikmenn ef illa gekk.

,,Hann var á eftir mér! Maður veit aldrei hvenær maður er að fara að flytja og hvenær ekki en mér finnst það gaman, að kynnast nýju.“


,,Við lesum þetta ekki. Ég las þetta stundum á Englandi, kannski les ég þetta ekki því ég skil ekki allt sem stendur! Ég hef ekki vanið mig á að lesa þetta og mig langar ekki til þess.“

,,Eiður Smári er mjög yfirvegaður og er með mikið jafnaðargeð. Svo er hann bara mjög skemmtilegur og fyndinn og já!“

,,Hann er lítil dekurrófa og ég held að ég sé alltof góð við hann. Hann er svolítið latur, pínu!“

Eiður var svo spurður út í frægt klúður sem hann bauð upp á í leik gegn Real Madrid.

Spánverjarnir geta verið mjög blóðheitir og voru blöðin ekki lengi að snúast gegn okkar manni ef hann stóð ekki undir væntingum.

Það fylgir því mikil pressa að spila fyrir Barcelona og þá sérstaklega þegar liðið spilar gegn Real Madrid. Það voru aðeins klukkutímar í annan leik gegn Real þegar Auðunn ræddi við Eið.

,,Það var ekki vinsælt. Spænsku blöðin og spænskir fjölmiðlar eru svo ýktir. Ef við vinnum og maður skorar þá erum við bestir í heimi en ef við töpum eins og í fyrra þá áttum við ekki skilið að klæðast treyjunni. Það er allt miklu ýktara og stærra en ég hélt.“

,,Það var einhver sem skrifaði upp á töflu í klefa í gær að þetta væri ekkert mál, að það væru bara 120 milljónir manns að horfa á leikinn í heiminum.“

Eiður lék með mörgum frábærum knattspyrnumönnum á sínum ferli og þá kannski sérstaklega hjá Barcelona.

Auðunn ræddi við stórstjörnurnar Thierry Henry, Xavi og Lionel Messi sem allir ættu að kannast við.

Þeir tala gríðarlega vel um Eið en hann var mikill grínisti á æfingasvæðinu ásamt því að vera mjög hæfileikaríkur.

,,Já við erum mjög góðir vinir, hann hjálpaði mér mikið þegar ég kom hingað,“ sagði Henry um Eið.

,,Við upplifðum það sama á okkar fyrsta ári hérna. Barcelona var að spila mjög vel svo skyndilega hrundi liðið.“

,,Hann sagði mér að vera þolinmóður að fólk hér gæti reiðst mikið ef við værum ekki að vinna. Hann hjálpaði mér mikið. Stundum var þetta ekki auðvelt og ég og Eiður urðum mjög góðir vinir.“

,,Ég tel að hann sé mjög vanmetinn leikmaður. Því miður fyrir hann þá spilar hann ekki fyrir stórt landslið, engin óvirðing. Ef hann hefði farið á HM eða EM eða á stærra svið þá hefði fólk séð meira. Þegar Chelsea var sigursælt þá var hann mikilvægur.“

Xavi tekur undir með Henry:

,,Hann er fínn strákur. Hann hefur góð áhrif á liðsandann og er mjög fyndinn þó að hann líti kannski ekki út fyrir það,“ sagði Xavi.

,,Hann er mjög skemmtilegur í búningsklefanum. Hann hefur framúrskarandi tækni og getur skorað og lagt upp mörk. Hann er góð viðbót við liðið. Hann skilur okkar leikkerfi mjög vel.“

Messi segir þá að Eiður sé góður leikmaður en hann var á þessum tíma verðandi besti knattspyrnumaður heims.

,,Hann er góður strákur. Hann er alltaf hress og grínast mikið. Hann er góður leikmaður og hefur sýnt það á sínum ferli,“ sagði Messi.

,,Hann hefur spilað með stórum liðum og með landsliðinu.“

Það getur verið erfitt að mæta í klefann og þar sérðu stórstjörnur sem þú ert vanur að sjá í sjónvarpinu.

Leikmenn á borð við Henry, Xavi, Messi, Andres Iniesta og Ronaldinho voru með Eiði hjá Barcelona. Hann neitar því þó að hann hafi orðið ‘starstruck’ eftir komuna.

,,Ég var ekki beint starstruck en mér fannst ég samt hafa farið upp um eitt level,“ sagði Eiður.

,,Fyrst þá fannst mér bara eins og ég væri á trial í tvo mánuði hjá einhverju stórliði.“

Eiður segir einnig frábæra sögu af Ronaldinho sem var á sínum tíma valinn besti knattspyrnumaður heims.

,,Ronaldinho var bara fáránlega góður. Það er bara djók. Það sem manni dreymir um að gera, að taka einhverja þrjá, fjóra á og klína honum upp í skeytinn, hann gerði það bara.“


,,Hann sagði við mig einu sinni að hann ætlaði að skora tvö í dag, bæði úr aukaspyrnu. Svo fór ég að hita upp þegar það var korter eftir og þá var hann búinn að skora úr einni.“

,,Svo fengum við aðra aukaspyrnu og ég sagði við Bojan: ‘hvað heldurðu að fíflið hafi sagt áðan í matnum? Hann sagðist ætla að skora tvö og bæði úr aukaspyrnu.’

,,Svo fór ég inná og hann skoraði úr annarri aukaspyrnu. Það er bara asnalegt.“

Eiður var langbesti leikmaður íslenska landsliðsins er hann var upp á sitt besta en hann lék með liðinu frá 1996 til 2016.

Eiður er einnig markahæstur í landsliðinu frá upphafi og gerði 26 mörk í 88 landsleikjum.

Framherjinn viðurkenndi það að gæði landsliðsins hafi oft farið í taugarnar á sér en það hvarf með aldrinum.

,,Fyrir nokkrum árum þá gerði það það. Þá lét ég margt fara í taugarnar á mér þegar ég spilaði fyrir landsliðið.“


,,Síðan held ég að með aldrinum þá hefur það breyst hjá mér. Ég reyni bara að skora sem mest fyrir Ísland.“

,,Ég finn að það eru brjálaðar væntingar þegar ég spila fyrir Ísland. Ef maður er ekki alltaf 100 prósent í öllu þá er ég fyrstur til að fá gagnrýnina. Það er eitthvað sem ég hef bara lifað með.“

Mörg lið vildu fá Eið á sínum tíma, Sir Alex Ferguson vildi til að mynda fá hann til Manchester United.

Það var eigandi Chelsea á þeim tíma, Ken Bates, sem sá til þess að þau félagaskipti gengu ekki í gegn.

,,Mér skilst að Ken Bates hafi skellt á United á sínum tíma. Hann þoldi þá ekki, hann hlustaði ekki á þá. Ég hefði alveg skoðað það að spila fyrir þá.“

Auðunn ferðaðist svo til London og ræddi við stuðningsmenn Chelsea sem söknuðu Eiðs gríðarlega.

Eiður var mjög vinsæll hjá Chelsea en hann lék með liðinu frá 2000 til 2006 eftir að hafa komið frá Bolton.

Hér má sjá nokkur kvót frá stuðningsmönnum Chelsea og það sem þeir höfðu að segja um Eið við Auðunn.

  • ,,Við myndum bjóða hann velkominn til baka, það er víst. Við viljum ekki sjá hann fara til West Ham eða Newcastle. Við vildum ekki missa hann og okkur þykir ennþá væntum hann, þó að hann hafi skorað fyrir Barcelona gegn okkur.“

  • ,,Fólk sagði að hann væri latur fótboltamaður en hann spilaði bara svona. Hann var að lesa leikinn. Það sem hann skorti í hraða bætti hann upp með stíl. Eiður Guðjohnsen er goðsögn.“

  • ,,Hann er goðsögn. Við gleymum honum aldrei. Ég vildi óska þess að hann væri ennþá hérna. Hann var frábær leikmaður fyrir Chelsea. Það var sorgarsagur fyrir okkur þegar hann fór til Barcelona. Það voru mistök hjá Mourinho að láta hann fara. Eiður komdu aftur, þú ert alltaf velkominn!“

  • ,,Það eru margir sem hrapa í áliti sem yfirgefa Chelsea en við höfum alltaf borið virðingu fyrir honum. Við dýrkuðum hann, hann hefði aldrei átt að fara frá Chelsea. Við gætum notað hann í dag. Ef hann vill koma aftur þá fær hann hetjumóttökur. Hann var hetja þegar hann var hérna og við munum alltaf elska hann. Við elskum þig Eiður, komdu aftur hvenær sem þú vilt. Þínum hæfileikum er sóað hjá Barcelona.“

Eiður var einnig einn af allra vinsælustu leikmönnum Chelsea og átti marga góða vini hjá félaginu.

Auðunn ræddi við goðsagnirnar tvær Frank Lampard og John Terry sem eru í guðatölu á Stamford Bridge.

,,Hann er einn besti leikmaður sem ég spilaði með. Ég sakna hans, hann var minn besti vinur hjá félaginu,“ sagði Lampard.

,,Hann átti sínar alvarlegu stundir, þar sem hann fór inn í Eiðs-heiminn sinn og ég sakna þess. Hann lá í sófanum í búningsklefanum og muldraði eitthvað í símann. Hann var örugglega að tala við Röggu, kærstuna. Það var frekar niðurdrepandi en hann var mikill grínisti.“

Terry tók svo undir með Lampard:

,,Utan vallar er hann frábær maður og við náðum alltaf vel saman. Hann var eins og einn af Englendingunum.“

,,Það er martröð að dekka hann sem leikmann. Hann spilar á milli miðju og sóknar. Maður veit aldrei hvort maður eigi að elta hann eða ekki.“

,,Ef einhver eins og hann fær pláss til þess að snúa með boltann og skora þá getur hann gert það. Hann er með mikil gæði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Dóttir Hemma Hreiðars og Rögnu Lóu með tilboð frá Val

Dóttir Hemma Hreiðars og Rögnu Lóu með tilboð frá Val
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Skúli Jón brotnaði niður eftir endurkomuna: „Ég fékk mjög alvarlegan heilahristing“

Skúli Jón brotnaði niður eftir endurkomuna: „Ég fékk mjög alvarlegan heilahristing“
433Sport
Í gær

Fær að heyra það fyrir frekju í kvöld – Heimtaði að fá boltann: ,,Hann ætti ekki að spila aftur“

Fær að heyra það fyrir frekju í kvöld – Heimtaði að fá boltann: ,,Hann ætti ekki að spila aftur“
433Sport
Í gær

Var ekki allt í lagi að baula á Fanndísi? – ,,Ósáttir með að hún hafi valið seðlana frekar en hjartað”

Var ekki allt í lagi að baula á Fanndísi? – ,,Ósáttir með að hún hafi valið seðlana frekar en hjartað”
433Sport
Í gær

Er Sigurbjörn Hreiðarsson að taka við Fylki?

Er Sigurbjörn Hreiðarsson að taka við Fylki?
433Sport
Í gær

Brotist inn í bíl Davíðs: Varð bikarmeistari á laugardag og medalíunni var stolið

Brotist inn í bíl Davíðs: Varð bikarmeistari á laugardag og medalíunni var stolið