fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
433Sport

Plús og mínus – Agaleysi, heppni og Chelsea

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 15. maí 2019 21:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÍA vann frábæran sigur í Pepsi Max-deild karla í kvöld er liðið fékk FH í heimsókn á Akranes.

Skagamenn lentu í litlum vandræðum gegn stórveldinu í kvöld og höfðu að lokum betur, 2-0.

Bjarki Steinn Bjarkason var frábær í leik kvöldsins og skoraði hann tvennu í sigrinum.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Ég hef sagt það áður og ég segi það aftur, Skagamenn eru til alls líklegir í sumar og er Jóhannes Karl Guðjónsson er að gera frábæra hluti.

Jóhannes virkar mjög góður þjálfari og gæti hann mögulega verið næsti Íslendingurinn til að reyna fyrir sér erlendis.

Bjarki Steinn Bjarkason gerði tvennu fyrir ÍA og var hann frábær fyrir liðið. Bæði mörkin voru virkilega falleg.

Skagamenn voru mun minna með boltann í kvöld en það hentaði þeim svo vel. Fyrra markið kom eftir magnaða skyndisókn.

Mínus:

Mig langar að líkja þessari spilamennsku FH við spilamennsku Chelsea. Þeir voru mikið með boltann en voru í miklum vandræðum með að skapa alvöru færi.

Pétur Viðarsson varð sér til skammar í kvöld er hann fékk beint rautt spjald á 71. mínútu. „Ertu fokking þroskaheftur?“ sagði Pétur við aðstoðardómara í kvöld og fékk að launum beint rautt spjald.

Maður bjóst við nýju FH liðið þetta sumarið en frammistaða kvöldsins var bara alveg eins og liðið spilaði í fyrra. Virkaði hálf vonlaust.

Það leit oft út fyrir að eitt lið væri að nenna þessu. Það voru Skagamenn og áttu þeir sigurinn fyllilega skilið.

FH voru oft við það að vera líklegir en það vantaði alvöru grimmd og var meira hungur í þeim gulu.

Agaleysi lýsir leiknum líka mjög vel. Guðmundur Kristjánsson var heppinn að fá ekki sjálfur beint rautt spjald í seinni hálfleik fyrir að missa stjórn á skapi sínu.

Skagamenn áttu þá að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Pétur dæmdi ekkert. Boltinn fór í hönd FH-ings innan teigs en ekkert dæmt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sprengju varpað úr herbúðum Real Madrid

Sprengju varpað úr herbúðum Real Madrid
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

United sagt vera að landa Brasilíumanninum á rúma 7 milljarða

United sagt vera að landa Brasilíumanninum á rúma 7 milljarða
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton

Arfaslakt hjá United gegn tíu leikmönnum Everton
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hareide með krabbamein í heila

Hareide með krabbamein í heila
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Vekja mikla athygli fyrir óvænta tilkynningu sína í gær – Mynd

Vekja mikla athygli fyrir óvænta tilkynningu sína í gær – Mynd
433Sport
Í gær

Íslendingar að störfum í Póllandi

Íslendingar að störfum í Póllandi
433Sport
Í gær

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar

Amorim virðist opinn fyrir því að hleypa tveimur leikmönnum burt í janúar
433Sport
Í gær

Tjáir sig um meint ósætti í búningsklefanum

Tjáir sig um meint ósætti í búningsklefanum