fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Auðveldur púði fyrir menn að kýla í: ,,Engin stórstjarna en heldur ekki neinn blóraböggull“

Victor Pálsson
Mánudaginn 13. maí 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

3. umferð Pepsi Max-deildar karla lauk í gær þegar Fylkir náði í stig á Meistaravöllum gegn KR.

Á föstudag unnu Blikar góðan sigur á Víkingum, á sama tíma vann FH öflugan sigur á KA.

Stjarnan lagði HK á heimavelli. Á laugardag gerðu ÍBV og Grindavík 2-2 jafntefli.

Krísan á Hlíðarenda heldur áfram en liðið tapaði gegn ÍA á laugardagsvöldið.

Sóknin gerir upp þessa 3. umferð hér að neðan en þátturinn er í boði Pepsi Max. Gestur þáttarins er Hrafn Norðdahl.

Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson kom fyrir í þættinum en hann gekk í raðir Vals fyrir mót.

Hannes hefur kannski ekki alveg staðið undir væntingum hjá Val sem og allir aðrir leikmenn liðsins. Liðið er með eitt stig eftir þrjár umferðir.

Það er þó ekki rétt að kenna Hannesi um gengi liðsins eins og margir vilja gera, þó að hann sé mögulega stærsta nafn deildarinnar.

,,Hannes Þór Halldórsson kom í mark Vals fyrir tímabilið og hann virðist ætla að vera svona auðveldur púði fyrir menn að kýla í ef Valsmönnum gengur illa,“ sagði Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is.

,,Vissulega greip hann að einhverju leyti í tómt í öðru marki ÍA en það verður að segjast eins og er að varnarmenn liðsins hefðu getað hjálpað honum betur.“

,,Ég ætla að segja fyrir mitt leyti að það eru margir aðrir í liði Vals en Hannes sem þurfa að stíga upp. Hann er auðveldur maður til að kýla í.“

Hrafn tók undir með Herði í þessari umræðu og segir það rangt að kenna Hannesi um gengi meistarana.

,,Hann er ekkert svosem búinn að vera stórstjarna í byrjun en heldur ekki neinn blóraböggull skilurðu,“ sagði Hrafn.

,,Þetta er ekki honum að kenna, að þeir séu komnir með eitt stig. Það er ekki Hannesi að kenna sko.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Í gær

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Í gær

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði