fbpx
Laugardagur 17.ágúst 2019  |
433Sport

Þetta er Kolbeinn sagður þéna í Svíþjóð: Rausnarleg upphæð á hvert mark

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. apríl 2019 11:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbeinn Sigþórsson, skrifaði um helgina undir tæplega þriggja ára samning við AIK í Svíþjóð. Kolbeinn er þannig kominn með nýtt félag en AIK, varð sænskur meistari á síðustu leiktíð.

Framherjinn öflugi hefur gengið í gegnum erfiða tíma á ferli sínum en samningi hans við Nantes í Frakklandi, var rift í síðasta mánuði. Félagið taldi sig ekki hafa not fyrir Kolbein, sem fékk enginn tækifæri. Hann náði samkomulagi um starfslok og er spenntur fyrir nýju upphafi.

,,Þetta tók ekki svo langan tíma, þetta kom upp skömmu eftir að ég rifti við Nantes. Þeir höfðu mikinn áhuga og þetta gerðist því fljótt,“ sagði Kolbeinn í samtali við 433.is í dag.

Kolbeinn var orðaður við fleiri lið og segir að áhuginn hafi verið mikill. ,,Það var mikill áhugi frá mörgum liðum í Skandinavíu, ég skoðaði aðstæður hjá AIK og ákvað eftir það að koma hingað. Mér finnst þetta vera rétta skrefið á ferlinum.“

Eftir dvöl Kolbeins hjá Galatasaray í Tyrklandi árið 2016 er vel fylgst með kauða þar í landi. CNN í Tyrklandi fjallar um laun Kolbeins hjá AIK.

Þar er sagt að laun Kolbeins eftir erfið meiðsli, séu fyrst og síðar árangurstengd. Þannig er sagt að Kolbeinn fái 5 þúsund evrur fyrir hvert mark eða tæpar 700 þúsund krónur.

Sagt er að Kolbeinn fái um 150 milljónir króna ef AIK vinnur sænsku úrvalsdeildina og að hann fái 4 þúsund evrur á hvert stig sem liðið vinnur sér inn eða rúma hálfa milljón.

Kolbeinn ku einnig fá föst laun en þau verða ekki í líkingu við þær 150 þúsund evrur sem hann fékk á mánuði hverjum hjá Nantes í Frakklandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Plús og mínus: Skammarleg hegðun Elfars – Verðskuldað rautt og fáránleg viðbrögð

Plús og mínus: Skammarleg hegðun Elfars – Verðskuldað rautt og fáránleg viðbrögð
433Sport
Í gær

Sjáðu sturlað aukaspyrnumark Óttars gegn Blikum

Sjáðu sturlað aukaspyrnumark Óttars gegn Blikum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefði átt að endurtaka vítaspyrnuna sem tryggði Liverpool bikarinn?

Hefði átt að endurtaka vítaspyrnuna sem tryggði Liverpool bikarinn?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Frank dregur í land: Sagði það heimskulegt að konu myndu þéna það sama og karlar

Frank dregur í land: Sagði það heimskulegt að konu myndu þéna það sama og karlar