fbpx
Laugardagur 17.ágúst 2019  |
433Sport

Rúnar reyndi að fá Hannes og Árna í KR en núna segir hann þetta: ,,Beitir er besti markmaðurinn á Íslandi í dag“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. apríl 2019 13:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stærsta og vinsælasta íþróttakeppni á Íslandi hefst um helgina þegar Pepsi Max-deild karla fer af stað. Um er að ræða efstu deild karla í knattspyrnu og að mati margra er þessi vinsælasta íþrótt í heimi vorboðinn ljúfi. 12 lið eru í deildinni líkt og síðustu ár. Hart verður barist á toppnum en ekki síður á botninum.

KR hefur leik í Pepsi Max-deildinni á morgun þegar liðið heimsækir Stjörnuna. Rúnar Kristinsson, þjálfari liðsins var mættur í Peps Max-mörkin í gær og ræddu markvarðarstöðuna.

Þátturinn talaði um að markvarsla, gæti verið veiki hlekkurinn í KR. Rúnar er á öðru mái og telur að Beitir Ólafsson sé besti markvörður deildarinnar.

„Beitir er búinn að bæta sig alveg gríðarlega frá því í fyrra,“ sagði Rúnar í markaþættinum.

„Ég held að Beitir sé besti markmaðurinn á Íslandi í dag,“ sagði Rúnar í þættinum og ummælin vekja athygli. Sérstaklega í ljósi þess að KR reyndi að fá Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörð í vetur. Hann hafnaði KR og gekk í raðir Vals.

Þá reyndi KR að fá Árna Snæ Ólafsson, markvörð ÍA fyrir síðustu leiktíð en hann kaus að vera áfram á Skaganum.

„Hann er búinn að vera frábær fyrir okkur í vetur og hentar okkar leikstíl gríðarlega vel. Ég hefði ekki kosið að hafa neinn annan í marki KR í sumar en hann,“ sagði Rúnar um Beiti.

Hannes Þór Halldórsson, skærasta stjarna Pepsi deildarinnar.
Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Stórfurðuleg auglýsing með Ronaldo í aðalhlutverki

Stórfurðuleg auglýsing með Ronaldo í aðalhlutverki
433Sport
Í gær

Zidane breytir um skoðun og setur allt sitt traust á Bale

Zidane breytir um skoðun og setur allt sitt traust á Bale
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu sturlað aukaspyrnumark Óttars gegn Blikum

Sjáðu sturlað aukaspyrnumark Óttars gegn Blikum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hermann fékk ekki greidd laun – Sagði upp störfum

Hermann fékk ekki greidd laun – Sagði upp störfum