fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Rúnar reyndi að fá Hannes og Árna í KR en núna segir hann þetta: ,,Beitir er besti markmaðurinn á Íslandi í dag“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. apríl 2019 13:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stærsta og vinsælasta íþróttakeppni á Íslandi hefst um helgina þegar Pepsi Max-deild karla fer af stað. Um er að ræða efstu deild karla í knattspyrnu og að mati margra er þessi vinsælasta íþrótt í heimi vorboðinn ljúfi. 12 lið eru í deildinni líkt og síðustu ár. Hart verður barist á toppnum en ekki síður á botninum.

KR hefur leik í Pepsi Max-deildinni á morgun þegar liðið heimsækir Stjörnuna. Rúnar Kristinsson, þjálfari liðsins var mættur í Peps Max-mörkin í gær og ræddu markvarðarstöðuna.

Þátturinn talaði um að markvarsla, gæti verið veiki hlekkurinn í KR. Rúnar er á öðru mái og telur að Beitir Ólafsson sé besti markvörður deildarinnar.

„Beitir er búinn að bæta sig alveg gríðarlega frá því í fyrra,“ sagði Rúnar í markaþættinum.

„Ég held að Beitir sé besti markmaðurinn á Íslandi í dag,“ sagði Rúnar í þættinum og ummælin vekja athygli. Sérstaklega í ljósi þess að KR reyndi að fá Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörð í vetur. Hann hafnaði KR og gekk í raðir Vals.

Þá reyndi KR að fá Árna Snæ Ólafsson, markvörð ÍA fyrir síðustu leiktíð en hann kaus að vera áfram á Skaganum.

„Hann er búinn að vera frábær fyrir okkur í vetur og hentar okkar leikstíl gríðarlega vel. Ég hefði ekki kosið að hafa neinn annan í marki KR í sumar en hann,“ sagði Rúnar um Beiti.

Hannes Þór Halldórsson, skærasta stjarna Pepsi deildarinnar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Í gær

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Í gær

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði