fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Tottenham áfram eftir ótrúlegan leik í Manchester – Liverpool skoraði fjögur

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 20:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir leik við Tottenham á Etihad vellinum í kvöld.

Um var að ræða síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum en Tottenham vann fyrri viðureignina 1-0 í London.

Leikur kvöldsins var ótrúlega fjörugur og lauk með 4-3 sigri City sem var því miður ekki nóg fyrir þá bláklæddu.

Einvígið endaði með 4-4 jafntefli en Tottenham skoraði fleiri mörk á útivelli og fer áfram í undanúrslitin.

City skoraði fimmta mark sitt á 93. mínútu leiksins en það var dæmt af vegna rangstöðu eftir að dómarinn hafði notast við myndbandstæknina VAR.

Liverpool er einnig komið í næstu umferð eftir góðan 4-1 sigur á Porto í Portúgal.

Porto var sterkari aðilinn í leik kvöldsins en þurfti að taka áhættur eftir 2-0 tap í fyrri leiknum.

Þrátt fyrir margar marktilraunir skoraði Porto aðeins eitt mark gegn fjórum og fer Liverpool áfram samanlagt, 6-1.

Manchester City 4-3 Tottenham (4-4)
1-0 Raheem Sterling(4′)
1-1 Heung-Min Son(7′)
1-2 Heung-Min Son(10′)
2-2 Bernardo Silva(11′)
3-2 Raheem Sterling(21′)
4-2 Sergio Aguero(59′)
4-3 Fernando Llorente(73′)

Porto 1-4 Liverpool (1-6)
0-1 Sadio Mane(26′)
0-2 Mohamed Salah(65′)
1-2 Eder Militao(69′)
1-3 Roberto Firmino(77′)
1-4 Virgil van Dijk(84′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð