fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Margrét fékk engan stuðning og var bolað út: ,,Hann var sjálfur greinilega í hlekkjum“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 14. apríl 2019 07:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Margrét Lára Viðarsdóttir, hún hefur átt magnaðan feril, hún er ein allra besta, ef ekki besta knattspyrnukona sem Ísland hefur átt.

Margrét var barnastjarna, sem ólst upp í Vestmannaeyjum. Hún var einn besti leikmaður í heimi en meiðsli gerðu henni erfitt fyrir. Tölfræði hennar með kvennalandsliðinu er svo ótrúleg.

Margrét ræddi tíma sinn hjá Linköpings í Svíþjóð en hún lék með félaginu árið 2009 eftir dvöl hjá Val.

Meiðsli og annað höfðu áhrif á tíma Margrétar þar og var hún farin til Kristianstads stuttu seinna.

Hún vildi þó sjálf vera áfram hjá Linköpings en var í raun bolað burt frá félaginu af stjórnarformanninum.

,,Þetta var geggjaður staður og mér leið ógeðslega vel þarna en ég náði ekki alveg að blómstra útaf meiðslum,“ sagði Margrét.

,,Svo var bara leiðindaratvik að formaður félagsins bolaði mér eiginlega út, það var ömurlega óheiðarlegt og leiðinlegt.“

,,Mér leið vel og vildi vera þarna. Ég vildi ná mér af meiðslunum og vissi hvað ég myndi gefa liðinu ef ég myndi ná því.“

,,Hann sá fyrir sér einhvern leikmann sem var að koma en ég stóð ekki alveg undir því og þeir höfðu ekki þolinmæði gagnvart meiðslunum.“

,,Hann fer eitthvað að hóta því að láta mig æfa með varaliðinu sem var bara bullshit því ég var lykilleikmaður þarna.“

,,Ég er ung ennþá og aftur er ég í fótbolta því mér finnst þetta gaman. Í dag hefði ég bara sagt þeim að senda mig í varaliðið og sjáum hvað gerist.“

,,Maður hafði kannski ekki alveg kjarkinn í það þarna.“

Þjálfari Margrétar neitaði svo einnig að styðja við bakið á henni og gerði lítið í þessari frekju stjórnarinnar.

,,Það sem ég var sárust yfir er að þjálfarinn sem þekkti mig og vissi hvaða manneskju ég hefði að geyma, hann bakkaði mig ekki upp.“

,,Ég fór á fund með honum og sagði við hann: ‘getur þú ekki talað við formanninn og bakkað mig upp?’ – einhvern veginn var hann í hlekkjum greinilega.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að Messi hafi átt erfitt uppdráttar í París

Segir að Messi hafi átt erfitt uppdráttar í París
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

ÍBV sækir spennandi markvörð

ÍBV sækir spennandi markvörð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Real Madrid fer leiðir sem minna á þær hjá Barcelona

Real Madrid fer leiðir sem minna á þær hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Heimir fór nánar út í samskipti sín og Ronaldo – „Þá spurði hann mig bara“

Heimir fór nánar út í samskipti sín og Ronaldo – „Þá spurði hann mig bara“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mögnuð ræða Heimis vekur athygli og írska þjóðin hleður hann lofi – „Allir vilja vera vinir ykkar núna“

Mögnuð ræða Heimis vekur athygli og írska þjóðin hleður hann lofi – „Allir vilja vera vinir ykkar núna“
433Sport
Í gær

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu
433Sport
Í gær

Ómar velur hóp sem kemur saman í næstu viku

Ómar velur hóp sem kemur saman í næstu viku