fbpx
Föstudagur 19.júlí 2019  |
433Sport

Bræðurnir Eiður Smári og Arnór Guðjohnsen um andlegu hliðina: ,,Þetta helst allt í hendur“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 27. mars 2019 10:29

Eiður Smári Guðjohnsen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kick on Mind eru spil sem huga að andlegum þætti knattspyrnumanna en Eiður Smári Guðjohnsen er einn af þeim sem ræða um spilin.

Eiður Smári átti magnaðan feril sem leikmaður en er í dag aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins. Eiður segir andlegu hliðina afar mikilvæga, til að skara fram úr.

,,Þegar manni líður vel andlega, þá líður manni vel líkamlega. Þetta helst allt í hendur,“ segir Eiður Smári í auglýsingu fyrir spilin.

Eiður Smári segist hafa séð hlutina fyrir sér, á ferli sínum. Hann vissi hvað hann ætlaði að afreka.

,,Hugleiðsla, þegar ég hugsa til baka, þá gerði ég það. Ég sá fyrir mér hlutina og vissi nákvæmlega hvað ég ætlaði mér

Bróðir hans Arnór Borg Guðjohnsen tekur í sama streng. Hann leikur með Swansea. ,,Ég held að þú getir ekki spilað þinn besta leik, nema að vera rétt stilttur andlega,“ sagði Arnór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af