fbpx
Föstudagur 19.júlí 2019  |
433Sport

Zlatan útskýrir muninn á Hamren og Lagerback – Ræðir íslenska landsliðið

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 26. mars 2019 22:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zlatan Ibrahimovic, goðsögn sænska landsliðsins, hefur tjáð sig um íslenska landsliðið og Erik Hamren, landsliðsþjálfara.

Zlatan vann með bæði Hamren og Lars Lagerback hjá Svíum en Lagerback náði frábærum árangri með Ísland.

Það hefur gengið erfiðlega í byrjun hjá Hamren en Ísland tapaði 4-0 gegn heimsmeisturum Frakklands í gær.

,,Þeir eru báðir góðir í sínu starfi en eru með mismunandi persónuleika,” sagði Zlatan.

,,Lagerback hugsar mikið um taktík og heldur sig við það sem hann ákveður en Hamren er meira fyrir að breyta til.”

,,Lagerback þjálfaði betra landslið en Hamren hjá báðum liðum. Árangur Íslands er ekki eðlilegur en nú eru úrslitin venjuleg. Venjuleg íslensk úrslit.”

,,Ég er ánægður fyrir hans hönd og vona að liðinu gangi vel í framtíðinni. Ísland hefur spilað erfiða leiki.”

,,Það er ekki eins og Belgía tapi á hverjum degi og Sviss er erfiður mótherji.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af