fbpx
Föstudagur 26.apríl 2019
433Sport

Erik Hamren: Ekki óvænt að tapa gegn heimsmeisturunum

Victor Pálsson
Mánudaginn 25. mars 2019 21:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik Hamren, landsliðsþjálfari karlalandsliðsins, ræddi við Rúv í kvöld eftir 4-0 tap gegn Frakklandi í undankeppni EM.

Strákarnir náðu sér ekki á strik í leiknum og voru Frakkar með öll völd á vellinum í öruggum sigri.

Hamren hrósaði aðallega andstæðingnum fyrir þeirra frammistöðu í kvöld en veit að ýmislegt hefði mátt gera betur.

,,Í fyrsta lagi þá vorum við að spila gegn mjög góðu liði og ef þú horfir á tölfræðina þá voru þeir mikið með boltann og fimm skot á mark og fjögur mörk,“ sagði Hamren við Rúv.

,,Við vorum ekki nógu ákafir fyrstu 20-25 mínúturnar, sérstaklega því við töpuðum boltanum of auðveldlega.“

,,Við byrjuðum seinni hálfleik vel en síðustu 15 mínúturnar var ég ekki ánægður með. Við gerðum vel í millitíðinni.“

,,Við gerðum það sem við gátum og við vissum að við gátum skapað færi í stöðunni 1-0 en eftir seinna markið var þetta alltaf að fara vera erfitt.“

,,Alltaf þegar þú tapar þá horfiru í eigin barm og gagnrýnir það sem fór úrsk,eiðis en ég verð að hrósa andstæðingnum því þeir eru mjög góðir. Ég þarf að sjá leikinn aftur.“

,,Það er alltaf súrt að tapa en við vorum að tapa gegn heimsmeisturunum sem er kannski ekki óvænt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Spá DV fyrir Pepsi Max-deild karla: Hvaða lið verður Íslandsmeistari?

Spá DV fyrir Pepsi Max-deild karla: Hvaða lið verður Íslandsmeistari?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mögnuð staðreynd: Getur unnið áttunda deildarmeistatitilinn í röð um helgina

Mögnuð staðreynd: Getur unnið áttunda deildarmeistatitilinn í röð um helgina
433Sport
Í gær

Boltastrákurinn trúði ekki eigin augum í gær

Boltastrákurinn trúði ekki eigin augum í gær
433Sport
Í gær

Juventus tók áhættusama ákvörðun: Sjáðu nýja treyju liðsins

Juventus tók áhættusama ákvörðun: Sjáðu nýja treyju liðsins