fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Einkunnir Íslands eftir niðurlægingu gegn Heimsmeisturunum: Aron Einar bestur

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 25. mars 2019 21:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá París:

Íslenska landsliðið átti ekki séns, þegar liðið heimsótti besta lið í heimi, Frakkland í undankeppni EM í París í kvöld.

Íslenska liðið reyndi sitt besta en það dugði ekki til, Frakkar eru númeri of stórir eins og staðan er í dag.

Samuel Umtiti kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik með skalla eftir fyrirgjöf frá Kylian Mbappe. Það var svo í síðari hálfleik sem Olivier Giroud komm heimamönnum í 2-0. Mbappe bætti svo við þriðja markinu á snyrtilegan hátt.

Antoine Griezmann kláraði svo leikinn með fjórða markinu, Ísland átti aldrei séns.

Einkunnir úr leiknum eru hér að neðan:

Byrjunarlið Íslands:

Hannes Þór Halldórsson 4
Mistök hans í marki númer tvö voru dýr,  markið sem drap leikinn.

Birkir Már Sævarsson 5
Lenti á eftir Kylian Mbappe í þriðja markinu, hans einu mistök í leiknum.

Kári Árnason 5
Þrátt fyrir að liðið hafi fengið á sig fjögur mörk, var Kári með ágætis leiks.

Ragnar Sigurðsson 5
Ragnar byrjaði vel en eitthvað hvarf af einbetingu hans þegar líða tók á.

Sverrir Ingi Ingason 4
Sofandi í marki Umtiti, þarf að fara að sanna hvað hann getur í raun og veru með landsliðinu.

Hörður Björgvin Magnússon 4
Var klaufalegur í aðdraganda marksins sem Umtiti skoraði, mætti stundum halda einbeitingu betur. Var svo kominn úr stöðu þegar annað markið kom.

Aron Einar Gunnarsson 6 – Maður leiksins
Klókur fyrirliði, var afar öflugur á þessum erfiða útivelli. Kann að spila þessa stóru leiki.

Birkir Bjarnason 5
Birkir var öflugur í fyrri hálfleik en það dróg verulega af honum þeim síðari.

Rúnar Már Sigurjónsson (´57) 5
Komst ágætlega frá sínu en vantar kannski aðeins meiri leikæfingu til að keppa við bestu leikmenn heim.

Gylfi Þór Sigurðsson 4
Virtist hreinlega vera meiddur, virkaði tæpur fyrir leik og náði aldrei takti.

Albert Guðmundsson (´62) 6
Átti afar góðan fyrri hálfleik, var oft einmanna en gerði bara vel með boltann. Þessi leikur kemur honum framar í röðina þegar Hamren velur í liðið.

Varamenn:

Arnór Ingvi Traustason (´57) 4
Kom inn á miðja miðjuna sem er ekki hans staða og var í vandræðum.

Alfreð Finnbogason (´62) 4
Komst aldrei í takt við leikinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Í gær

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton