fbpx
Laugardagur 20.júlí 2019  |
433Sport

Alfreð er stríðsmaður: Gerði allt til þess að fara í landsliðið – ,,Þetta var slagur”

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 22. mars 2019 09:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfreð Finnbogason, framherji íslenska landsliðsins, hefur gengið í gegnum erfiða tíma innan vallar síðustu mánuði. Alfreð er á mála hjá Augsburg í Þýskalandi og iðulega þegar hann spilar er hann stjarna liðsins. Hann skorar og heldur liðinu á floti. Alfreð hefur hins vegar frá áramótum 2017/2018, misst af mikið af leikjum, reglulega, vegna meiðsla. Nú horfir til betri vegar og er Alfreð með íslenska landsliðinu, hann er klár í slaginn gegn Andorra í kvöld, fyrsta leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins 2020.

,,Það er ekki spurning að það var mjög gott að koma og fá klukkutíma undir beltið,“ sagði Alfreð þegar blaðamaður  settist niður með honum í smábænum Peralada á Spáni, þar fór undirbúningur liðsins fram fyrir leikina gegn Andorra og síðan Frakklandi, á mánudag. Alfreð snéri aftur á völlinn um síðustu helgi með Augsburg. Það stóð tæpt að hann myndi ná landsleikjunum.

„Þegar fór að líða á ferlið, eftir 2-3 vikur í meðhöndlun, þá fór ég að stefna á leik. Þá var stefnan sett á þennan Hannover-leik en samt með skýr fyrirmæli, að ég myndi ekkert spila meira en í 65 mínútur. Þetta voru vöðvameiðsl og hættan á að það gerist eitthvað aftur er þegar vöðvinn er þreyttur. Ég var ánægður með þetta fyrsta skref í leik og finn það alveg að það er alltaf erfitt að koma til baka. Maður er að finna sig og finna taktinn, treysta líkamanum aftur. Ég er búinn að vera óþarflega mikið frá, á þessu og síðasta ári, það tekur sinn tíma að fá þetta sjálfstraust aftur í líkamann.“

Vildu ekki að Alfreð færi í landsliðsverkefnið
Alfreð setti markmiðið á að ná þessu verkefni með landsliðinu, hann lagði mikið á sig til að ná því. „Ég vildi alls ekki missa af þessu verkefni, ef ég hefði ekki getað spilað gegn Hannover þá hefði verið óraunhæft að koma hingað til móts við landsliðið. Það var bæði gott fyrir mig og vonandi landsliðið, ég kem með sama markmið og alltaf, það er að hafa áhrif fyrir liðið. Þjálfararnir verða að ákveða hversu mikið ég get spilað og hversu mikið ég get gert.“

Augsburg var ekki hrifið af því að Alfreð væri að fara í verkefnið, félagið bað hann um að sleppa því að fara og bauð honum á móti frí frá æfingum. Það dugði ekki til, Alfreð sannfærði forráðamenn félagsins um það að það besta fyrir hann, væri að fara til móts við landsliðið. Spila leiki og fá traust á líkama sinn aftur.

„Það var alveg slagur, ég get viðurkennt það. Þeir voru ekki ánægðir með það að ég væri að fara, þeir reyndu ítrekað að sannfæra mig um að vera eftir. Spila æfingaleik og fá helgarfrí, og enginn ferðaþreyta. Þeir reyndu nokkuð oft að sannfæra mig um það, ég verð auðvitað smá að skilja það. Maður verður að bera virðingu fyrir þeim og þeirra hagsmunum. Ég útskýrði það þannig að ég þyrfti leiki, mig vantaði sjálfstraust, að ég gæti spilað. Að trúa og treysta líkamanum, það kemur með því að spila. Ég útskýrði það fyrir þeim, á endanum hafa þeir ekkert um það að segja. Ég vildi samt ekki fara í leiðindum. Ég var að taka smá áhættu með að koma hingað, mér finnst það þess virði.“

Fólk fljótt að gleyma
Íslenska landsliðið vann ekki leik árið 2018, en hápunktur ársins var á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Landsliðsmenn eru spenntir fyrir því að snúa við blaðinu, komast á sigurbraut. „Það hlakkar í okkur að fara að vinna leiki og þá eyðist þessi spurning, í fótboltanum er fólk fljótt að gleyma. Það er gríðarlega mikilvægt að byrja þessa undankeppni vel, við erum búnir að vera að spila á móti óvenju sterkum liðum. Þar viljum við samt spila og viljum vinna og keppa við þau lið, það hefur ekki tekist lengi. Nú eru smá breytingar, með þjálfurunum og nokkrir nýir leikmenn, annars er þetta sami kjarninn. Ég sé ekki ástæðu fyrir því að þessi velgengi ætti ekki að halda áfram. Það eru smáatriði sem skipta máli í þessari undankeppni, ég hef fulla trú á því að við eigum nóg eftir.“

„Við vitum hvernig það er að fara á stórmót, EM 2016 var sturluð upplifun. Það var fyrsta skiptið og maður upplifði öll þessi augnablik með liðinu, það eitt og sér er nóg til að kveikja í mönnum fyrir þessa undankeppni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Sjáðu lætin í Eistlandi: Stjörnugleðin í hámarki eftir ótrúlega dramatík – ,,Farseðill til Barcelona“

Sjáðu lætin í Eistlandi: Stjörnugleðin í hámarki eftir ótrúlega dramatík – ,,Farseðill til Barcelona“
433Sport
Í gær

Þetta sögðu ókunnugir menn um vin hans: Allt varð vitlaust fyrir utan pítsastað

Þetta sögðu ókunnugir menn um vin hans: Allt varð vitlaust fyrir utan pítsastað
433Sport
Fyrir 2 dögum

Var leikmaður liðsins í einn dag – Strax seldur fyrir hærri upphæð

Var leikmaður liðsins í einn dag – Strax seldur fyrir hærri upphæð
433Sport
Fyrir 2 dögum

Neitaði að taka heyrnartólin af sér og hundsaði stuðningsmenn: Fékk slæmar móttökur

Neitaði að taka heyrnartólin af sér og hundsaði stuðningsmenn: Fékk slæmar móttökur
433Sport
Fyrir 3 dögum

Trylltist eftir sögusagnir um skilnaðinn og eiginkonuna: ,,Ég gerði mörg mistök en þetta er allt kjaftæði“

Trylltist eftir sögusagnir um skilnaðinn og eiginkonuna: ,,Ég gerði mörg mistök en þetta er allt kjaftæði“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Magni kom öllum á óvart í Keflavík

Magni kom öllum á óvart í Keflavík