fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Kristján hugsi yfir skilaboðunum sem dómurinn sendir: ,,Kemur málinu ekkert við, ekki frek­ar en litar­hátt­ur, kyn­hneigð og trú“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 20. mars 2019 08:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aganefnd KSÍ kom saman síðdegis í gær og fjallaði þar um mál Þórarinns Inga Valdimarssonar leikmanns Stjörnunnar. Þórarinn Ingi hefur beðist afsökunar á fordómafullum ummælum sem hann lét falla í garð Ingólfs Sigurðssonar í leik Stjörnurnar og Leiknis um helgina. Aganefndin hefur ákveðið að dæma Þórarinn í aðeins eins leiks bann.

Þórarinn lét niðrandi ummæli falla um andlega heilsu Ingólfs sem vakti athygli fyrir nokkrum árum þegar hann steig fram og ræddi opinskátt um baráttu sína gegn kvíða og þunglyndi enn hann hefur lengi glímt við kvíðaröskun. Ingólfur þótti mikið efni þegar hann var að stíga sín fyrstu skref á knattspyrnusviðinu. Í leiknum nú um helgina missti Þórarinn eins og áður segir stjórn á sér. Sagði Þórarinn að Ingólfur ætti að hugsa um andlega heilsu sína og mun hafa uppnefnt hann í kjölfarið með vísun í veikindi hans. Heyrði dómari leiksins hvað Þórarinn sagði og var umsvifalaust vísað af velli.

,,Aga- og úr­sk­urðar­nefnd KSÍ ákvað að aðhaf­ast ekki frek­ar vegna brott­vís­un­ar Þór­ar­ins Inga Valdi­mars­son­ar í Lengju­bik­arn­um. Hann lét ljót orð falla í garð and­stæðings­ins Ing­ólfs Sig­urðsson­ar. Hjó hann þar í and­leg veik­indi Ing­ólfs en Ingólf­ur var svo hug­rakk­ur að ræða þau mál við Orra Pál Ormars­son í Sunnu­dags­mogg­an­um á sín­um tíma,“ skrifar Kristján Jónsson í Morgunblaðið í dag.

,,Þor­vald­ur Árna­son, dóm­ari leiks­ins, kem­ur vel út úr þessu at­viki því hann rak leik­mann­inn af velli þegar hann heyrði hvers eðlis munn­söfnuður­inn var. Ég er nú ekki viss um að fólk verði eins hrifið af fram­göngu aga­nefnd­ar í mál­inu. Ekki er svo sem víst að ref­sigleði skili neinu en þarna hefði verið hægt að setja ein­hvers kon­ar for­dæmi og senda skila­boð um að slík fram­koma sé al­var­legri en eins leiks bann. Engu máli skipt­ir þótt mönn­um sé heitt í hamsi í íþrótta­leikj­um. Veik­indi sem menn glíma við koma mál­inu bara ekk­ert við þótt mönn­um kunni að lenda sam­an í keppni. Ekki frek­ar en litar­hátt­ur, kyn­hneigð, trú eða eitt­hvað annað.“

Dómurinn vakti athygli en margir bjuggust við því að KSÍ tæki harðar á málinu og að Þórarinn myndi fá lengra bann.

,,Á tylli­dög­um þyk­ist knatt­spyrnu­hreyf­ing­in standa sam­einuð gegn einelti og kynþátta­for­dóm­um sam­kvæmt aug­lýs­inga­her­ferðum og ým­is­legt fleira fal­legt verður maður var við í orði. En hvernig birt­ist sú samstaða okk­ur?.“

Kristján tekur fram eitt dæmi sem gæti svipað til þess sem átti sér stað um helgina.

,,Varðandi úr­sk­urðinn þá hef­ur sjálfsagt verið erfitt fyr­ir aga­nefnd að finna for­dæmi. Eina at­vikið sem ég mundi eft­ir í gær sem lík­ist þessu var þegar Hirti Júlí­usi Hjart­ar­syni og Guðmundi Mete lenti sam­an í bikarleik. Hjört­ur sagði í Kast­ljósviðtali að hann hefði sagt „Tyrkja-djöfl­in­um að drulla sér heim“ eða eitt­hvað í þá átt­ina. Sagði Hjört­ur Guðmund, sem á tyrk­nesk­an föður, hafa hótað sér of­beldi áður en þessi orð féllu. Ég fékk Google-veldið til að hjálpa mér í gær og fann út að Hjört­ur fékk tveggja leikja bann fyr­ir um­mæl­in.“

,,Ef til vill skipt­ir mestu máli fyr­ir Ingólf að Þór­ar­inn seg­ist hafa beðið hann af­sök­un­ar að leikn­um lokn­um. Ekki er annað að sjá en að Þór­ar­inn iðrist þess sem hann sagði og lær­ir vafa­laust mjög af því að mis­stíga sig með þess­um hætti.“

Greinin birtist í Morgunblaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United
433Sport
Í gær

Zidane hvattur til að taka við United

Zidane hvattur til að taka við United
433Sport
Í gær

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði