fbpx
Föstudagur 19.júlí 2019  |
433Sport

Hannes heldur áfram að hengja upp myndir af markmiðum sínum: Þetta er á veggnum núna

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 20. mars 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Peralada á Spáni:

,,Það er kominn tími á að vinna fótboltaleiki, ég skynja mikið hungur í hópnum, rífa sig í gang. Finna þessa tilfinningu sem fylgir því að vinna leiki fyrir landsliðið,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins. Íslenska liðið hefur leik í undankeppni EM á föstudag, liðið heimsækir þá Andorra.

Hannes fékk að vita það í síðustu viku að enginn vafi væri á því í huga Erik Hamren, hann væri áfram fyrsti kosturinn í mark landsliðsins.

,,Þetta er öðruvísi, ég hef haft þessa leiki sem ákveðinn endapunkt á undirbúningstímabili sem ég hef verið í. Ég hef miðað allan minn undirbúning til að vera klár hérna, auðvitað er gott að fá traustið rétt áður en við hittumst. Þá veit ég hvar ég stend.“

Hannes hefur fyrir síðustu undankeppnir, hengt upp myndir af þeim markmiðum sem hann hefur. Hann heldur því áfram og hefur sett upp myndarlegan vegg á æfingasvæði Qarabag, í Aserbaídsjan.

Fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi var Hannes með mynd í svefnherberginu, heima en nú er veggurinn á æfingasvæðinu.

,,Ég er með alls konar drasl upp á vegg, við þurfum að hanga svo mikið á æfingasvæðinu. Ég er með mynd af fjölskyldunni og það er EM merkið líka, það er partur af markmiðunum.“

Viðtalið við Hannes er í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bættu baðherbergið
433Sport
Í gær

Bæjarstjórinn fékk nóg og gerði það sem margir telja vera bannað: ,,Mér fannst þetta glatað og hætti að halda með þeim“

Bæjarstjórinn fékk nóg og gerði það sem margir telja vera bannað: ,,Mér fannst þetta glatað og hætti að halda með þeim“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sonur eigandans ekki vinsæll eftir þessi ummæli: Reiði og vonbrigði í London

Sonur eigandans ekki vinsæll eftir þessi ummæli: Reiði og vonbrigði í London
433Sport
Fyrir 2 dögum

Reiður eftir skipti Sarri: ,,Hann er svikari“

Reiður eftir skipti Sarri: ,,Hann er svikari“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Gylfi sáttur en vill meira: ,,Mikilvægt að halda honum“

Gylfi sáttur en vill meira: ,,Mikilvægt að halda honum“
433Sport
Fyrir 3 dögum

Hefur einhver stjóri byrjað eins illa? – Martröð í Frakklandi

Hefur einhver stjóri byrjað eins illa? – Martröð í Frakklandi