fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019
433Sport

Hannes heldur áfram að hengja upp myndir af markmiðum sínum: Þetta er á veggnum núna

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 20. mars 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Peralada á Spáni:

,,Það er kominn tími á að vinna fótboltaleiki, ég skynja mikið hungur í hópnum, rífa sig í gang. Finna þessa tilfinningu sem fylgir því að vinna leiki fyrir landsliðið,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins. Íslenska liðið hefur leik í undankeppni EM á föstudag, liðið heimsækir þá Andorra.

Hannes fékk að vita það í síðustu viku að enginn vafi væri á því í huga Erik Hamren, hann væri áfram fyrsti kosturinn í mark landsliðsins.

,,Þetta er öðruvísi, ég hef haft þessa leiki sem ákveðinn endapunkt á undirbúningstímabili sem ég hef verið í. Ég hef miðað allan minn undirbúning til að vera klár hérna, auðvitað er gott að fá traustið rétt áður en við hittumst. Þá veit ég hvar ég stend.“

Hannes hefur fyrir síðustu undankeppnir, hengt upp myndir af þeim markmiðum sem hann hefur. Hann heldur því áfram og hefur sett upp myndarlegan vegg á æfingasvæði Qarabag, í Aserbaídsjan.

Fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi var Hannes með mynd í svefnherberginu, heima en nú er veggurinn á æfingasvæðinu.

,,Ég er með alls konar drasl upp á vegg, við þurfum að hanga svo mikið á æfingasvæðinu. Ég er með mynd af fjölskyldunni og það er EM merkið líka, það er partur af markmiðunum.“

Viðtalið við Hannes er í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegan sprett Mbappe – Meðalhraðinn meiri en hjá Bolt

Sjáðu ótrúlegan sprett Mbappe – Meðalhraðinn meiri en hjá Bolt
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir að samband Klopp og Salah hafi versnað verulega

Segir að samband Klopp og Salah hafi versnað verulega
433Sport
Í gær

Salah pirraður í gær – ,,Komdu með boltann“

Salah pirraður í gær – ,,Komdu með boltann“
433Sport
Í gær

Atla langaði að breiða yfir haus og deyja: ,,Ef þú ætlar að vinna þá deyjum við bæði“

Atla langaði að breiða yfir haus og deyja: ,,Ef þú ætlar að vinna þá deyjum við bæði“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Landsliðsþjálfarinn greinir vandamál Manchester United

Landsliðsþjálfarinn greinir vandamál Manchester United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gylfi skoraði og lagði upp er Everton slátraði Manchester United

Gylfi skoraði og lagði upp er Everton slátraði Manchester United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Enginn kemur nálægt honum á æfingum: ,,Alltaf í jörðinni með takkana á lofti“

Enginn kemur nálægt honum á æfingum: ,,Alltaf í jörðinni með takkana á lofti“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Neitaði að koma með og lokaði dyrunum á eftir sér: ,,Það fylgja þessu ákveðnar skuldbindingar“

Neitaði að koma með og lokaði dyrunum á eftir sér: ,,Það fylgja þessu ákveðnar skuldbindingar“