fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019
433Sport

Svindl og svínarí gæti bjargað Ara og félögum: ,,Þetta er búið að vera hrikalegt“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 19. mars 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Peralada á Spáni:

Ari Freyr Skúlason er spenntur fyrir verkefni íslenska landsliðsins í undankeppni EM í vikunni.

Ísland hefur ekki unnið leik í mjög langan tíma en spilar við Andorra á föstudag sem er að margra mati skyldusigur.

Ari Freyr hefur lokið keppni á þessu tímabili með Lokeren í Belgíu, liðið skítféll úr deildinni.

,,Þetta er búið að vera hrikalegt, ég bjóst ekki við þessu ég skrifaðu undir. Að þetta myndi enda svona, þetta er mjög skrýtið,“ sagði Ari Freyr við blaðamann 433.is í dag.

Þrátt fyrir að hafa skítafllið úr deildinni er ekki ljóst hvort Lokeren fari á endanum niður, hagræðing úrslita hjá fjölda liða er til rannsóknar í Belgíu, verði dómur FIFA hagstæður, gæti Lokeren haldið sér uppi.

,,Við skítféllum en það er mál um hagræðingu úrslita, það á eftir að koama út úr því. Þetta er í höndum FIFA; maður hefur heyrt hinar og þessar sögu. Það eru þokkalegar líkur á að Lokeren haldi sér í efstu deild. Við fáum ekkert að taka þátt í þessu umspili sem er í gangi núna, við þurfum að æfa þrisvar í viku fram í lok apríl. Svo kemur bara frí, svo kannski verðum við í efstu deild.“

Fólk hjá Lokeren telur að félagið muni halda sér uppi á dómi FIFA.

,,Það er þannig tilfinning yfir þessu, ég er búinn að heyra ýmsar sögur, frá fólki. Það er erfitt að segja hvað gerist, það er mjög erfitt að standa í þessu, vita ekki hvort maður hafi fallið.“

Ari er samningslaus í sumar en útilokar ekki að vera áfram, fari svo að dómur FIFA verði hagstæður félaginu.

,,Það er alveg möguleiki, þjálfarinn núna er mjög ánægður með mig. Spilaði í hinum og þessum stöðum, það er svo spurning með forsetann og yfirmann knattspyrnumála, hvað þeir vilja gera. Maður veit svo aldrei með þjálfara í Belgíu, það er sirkus með þá.“

,,Ég byrjaði að skoða aðra möguleika í janúar, ég ætla ekki að taka neina skyndiákvörðun. Börnin mín er í Belgíu og í skóla fram í júlí, við erum róleg.“

Viðtalið við Ara er í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegan sprett Mbappe – Meðalhraðinn meiri en hjá Bolt

Sjáðu ótrúlegan sprett Mbappe – Meðalhraðinn meiri en hjá Bolt
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir að samband Klopp og Salah hafi versnað verulega

Segir að samband Klopp og Salah hafi versnað verulega
433Sport
Í gær

Salah pirraður í gær – ,,Komdu með boltann“

Salah pirraður í gær – ,,Komdu með boltann“
433Sport
Í gær

Atla langaði að breiða yfir haus og deyja: ,,Ef þú ætlar að vinna þá deyjum við bæði“

Atla langaði að breiða yfir haus og deyja: ,,Ef þú ætlar að vinna þá deyjum við bæði“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Landsliðsþjálfarinn greinir vandamál Manchester United

Landsliðsþjálfarinn greinir vandamál Manchester United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gylfi skoraði og lagði upp er Everton slátraði Manchester United

Gylfi skoraði og lagði upp er Everton slátraði Manchester United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Enginn kemur nálægt honum á æfingum: ,,Alltaf í jörðinni með takkana á lofti“

Enginn kemur nálægt honum á æfingum: ,,Alltaf í jörðinni með takkana á lofti“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Neitaði að koma með og lokaði dyrunum á eftir sér: ,,Það fylgja þessu ákveðnar skuldbindingar“

Neitaði að koma með og lokaði dyrunum á eftir sér: ,,Það fylgja þessu ákveðnar skuldbindingar“