fbpx
Mánudagur 20.maí 2019
433Sport

PSG setur stjörnu liðsins í bann fyrir fyllerí

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 15. mars 2019 10:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

PSG hefur ákveðið að setja Adrien Rabiot, miðjumann félagsins í tímabundið leyfi frá störfum. Ástæðan er fyllerí sem hann skellti sér á.

PSG tapaði 3-1 gegn United á heimavelli sínum í Frakklandi í síðustu viku gegn Manchester United, eftir að hafa unnið fyrri leikinn 2-0 úti.

Það var Marcus Rashford sem tryggði United áfram en hann skoraði úr vítaspyrnu á 94. mínútu leiksins.

Adrien Rabiot, leikmaður PSG, var ekki með liðinu í gær en hann fær ekkert að spila þessa dagana. Þessi 23 ára gamli leikmaður horfði þó á PSG tapa leiknum og var ekki lengi að reyna að gleyma því tapi.

Rabiot er á förum frá PSG í sumar en hann hefur neitað að skrifa undir nýjan samning við félagið.

Myndband og myndir birtust af Rabiot í síðustu viku þar sem má sjá hann skemmta sér á næturklúbbi í París beint eftir leik.

Miðað við fregnir þá var Rabiot í annarlegu ástandi og hafði fengið sér þónokkra drykki.

,,Honum er drullu sama,“ skrifar einn aðdáandi PSG á Instagram síðu Isaac Hadded sem birti myndbandið.Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hiti í Kópavoginum eftir leik: ,,Þú verður að spyrja Sigga Jóns út í þetta“

Hiti í Kópavoginum eftir leik: ,,Þú verður að spyrja Sigga Jóns út í þetta“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Plús og mínus: Óvænt endurkoma í landsliðið?

Plús og mínus: Óvænt endurkoma í landsliðið?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Reif sig úr treyjunni og var refsað: Faðmaði dómarann

Reif sig úr treyjunni og var refsað: Faðmaði dómarann
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg endurkoma í landsliðið: ,,Ég er enn að átta mig á þessu“

Ótrúleg endurkoma í landsliðið: ,,Ég er enn að átta mig á þessu“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Leituðu Valsmenn til verri leikmanns? – ,,Því miður, þetta er Gary Martin fátæka mannsins“

Leituðu Valsmenn til verri leikmanns? – ,,Því miður, þetta er Gary Martin fátæka mannsins“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Staðfesta það að Griezmann verði látinn vera

Staðfesta það að Griezmann verði látinn vera