fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Viðar Halldórsson: Það eru fleiri staðir á landinu en Laugardalur

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 9. febrúar 2019 11:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðar Halldórsson, formaður FH var mættur í pontu á ársþingi KSÍ þar sem hann fór yfir sviðið. Hann kallar eftir meira samstarfi í fótboltanum á Íslandi.

Hann vill að félögin fái meira að segja um þær ákvarðanir sem KSÍ tekur en kosið verður til formanns á þinginu í dag. Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður reynir að fá starfið aftur en Guðni Bergsson, sitjandi formaður.

,,Við þurfum að vinna meira og betur saman,“ sagði Viðar í ræðu sinni en hann er þekktur fyrir að segja sína skoðun á svona þingum.

Ein helsta gagnrýnin á störf KSÍ, síðustu ár er að félögin fái ekki næga athygli KSÍ, þau vilja hafa meira um málin að segja.

,Við höfum því miður ekki náð því. Ég er í samtökum í Evrópu sem hafa verið í samstarfi og umræðum við UEFA, þar hafa hlutirnir gerst hægt og rólega, það hefur orðið til þess að þáttaka félagana í stefnumótun UEFA hefur orðið meiri og betra. UEFA gerir sér grein fyrir því að hjartað í fótboltanum er félögin í hverju landi fyrir sig

,,Stefnumótin sem er af hinu góða, það þarf að auka þátttöku félaganna í þeirri umræðu. Hvert ætlum við og hvað viljum við? Við sem félög látum vita af því, það sé ekki eingöngu ákveðið í Laugardalnum. Það eru fleiri staðir á landinu en Laugardalur.“

Viðar þakkaði fyrir góðan ársreikning KSÍ en honum misbauð fyrir ári síðan.

,,Ég vil þakka fyrir góðan ársreikning, ársreikningurinn í fyrra var vitlausasti ársreikningur sem ég hef séð á ævi minn. Ég þakka fyrir vel uppsettan ársreikning.“

,,Endurgreiðsla á vaski, stjórn knattspyrnusambandsins setur áherslu á það mál. Það verður okkur öllum til góða“

Viðar benti á það hugmyndir um nýjan Laugardalsvöll væru kannski helst til of bjartsýnar og miklar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Í gær

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton