fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Geir segir að Guðni sé ekki með sömu sýn: ,,Hann keyrir á því módeli sem ég skildi eftir mig“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 3. febrúar 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geir Þorsteinsson sem sækist eftir því að verða formaður KSÍ á nýjan leik var gestur í 90 mínútum, hlaðvarpsþætti okkar hér á 433.is.

Geir, fyrrum formaður og framkvæmdarstjóri KSÍ reynir þessa dagana að tryggja sér sæti á ný sem formaður KSÍ. Geir hætti fyrir tveimur árum, taldi komið gott.

Hann snýr nú aftur með nýja hugmyndafræði, hann hugsar fótboltann öðruvísi. Geir gerði margt gott fyrir KSí en var umdeildur í starfi.

Guðni Bergsson hefur undanfarin tvö ár starfað sem formaður KSÍ en Geir vill nú taka við af honum.

Er það vantraustsyfirlýsing á Guðna? Geir svaraði þessari spurningu og segist sjálfur vera með nýja sýn á hvernig á að sinna starfinu.

,,Ég er með nýja sýn fyrir fótboltann. Eg hef ekki orðið var við annað en að hann hafi annað en bara keyrt áfram á því módeli sem ég skildi eftir mig, og þeir sem störfuðu með mér,“ sagði Geir.

,,Hann hefur reyndar barist fyrir nokkrum málum sem hafa ekki komist áfram, ekki fengið brautargengi. En sko mitt, mín köllun núna, og kall til þessa framboðs snýst um að ég hef nýja sýn fyrir íslenska knattspynru.“

,,Guðni er ekki með þá sýn og ég er með reynsluna og þekkinguna til að hrinda þessu í framkvæmd. Við þurfum á því að halda, við þurfum á reynslu og þekkingu á að halda og ég get boðið upp á það.“

,,Það er bara þannig. Guðni er með sína stefnu og sína sýn og hann bara vinnur eftir henni en  ég er bara á öðrum stað. Það er hægt að gagnrýna míg af hverju ég gerði þetta ekki fyrr, ég hef þroskast og hef bara aðra sýn á þetta núna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið

Enn einn leikmaðurinn bætist á meiðslalista Chelsea – Frá út tímabilið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni