fbpx
Miðvikudagur 22.maí 2019
433Sport

Hrækti á Hemma Hreiðars og fór að sýna 10 ára gömlum Bjarna dónamyndir

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 28. febrúar 2019 11:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjarni Þór Viðarsson, leikmaður FH er í skemmtilegu spjalli í hlaðvarpsþætti sem stuðningsmenn félagsins sjá um. Bjarni gat ekkert leikið með FH síðasta sumar vegna meiðsla og ekki er öruggt að hann verði með liðinu í sumar.

Bjarni kemur úr mikilli knattspyrnufjölskyldu en Arnar Þór og Davíð, bræður hans áttu flotta ferla í leiknum og Davíð er enn í fullu fjöri sem fyrirliði FH.

Bjarni var einnig öflugur leikmaður og lék fyrir Everton, Twente og fleiri lið í atvinnumennsku, meiðsli hafa hins vegar hrjáð hann síðustu ár.

Arnar, bróðir Bjarna fór í atvinnumennsku árið 1997 og fór Bjarni með fjölskyldu sinni í margar heimsóknir til Lokeren í Belgíu. Ein heimsóknin stendur meira upp úr en önnur en það var árið 1998 þegar Jan Koller, landsliðsmaður Tékklands var mættur til liðsins.

Koller þekkja Íslendingar en árið 2001 hrækti hann á Hermann Hreiðarsson í landsleik Íslands og Tékklands á Laugardalsvelli. Fyrir það var Koller rekinn af velli.

,,Hann var í Lokeren, hann hrækti á Hemma Hreiðars, hann hefð aldrei hrækt á Arnar. Ég er 10 ára, þá kynnist ég Jan Koller. Hann var ný mættur til Lokeren og talaði enga ensku, ný mættur frá Tékklandi. Hann sat við hlið Arnars í klefanum,“ sagði Bjarni í hlaðvarpsþætti FH.

Koller talaði litla ensku en hann hafði gaman af því að sýna ungum Bjarna dónamyndir.

,,Hann var alltaf að opna skápinn sinn og sýna litla bróðir Arnars einhverja dónamynd, hann var með dónamynd inn í klefanum. Hann sagði mér að kíkja, ég horfði alltaf á Arnar og hann sagði bara ´Flottur hann Jan´.“

Arnar og Davíð ásamt foreldrum sínum voru reglulegir gestir á leikjum í Belgíu og einn leikur stendur þar upp úr.

,,Ég kynnist þessum fótbolta þar og að verða atvinnumaður í Belgíu, að fara á Anderlecht völlinn. Það eru 30 þúsund manns á hverjum leik og mikil stemming, það eru slagsmál fyrir utan völlinn. Ég fór á leik þarna, Davíð bróðir fór með stuðningsmönnum Lokeren á völlinn og það verður vesen, hestarnir koma og Davíð er lokaður þar inni. Mamma og pabbi fóru á taugum og ég fór að grenja, vissi ekkert hvað var í gangi. Það voru slagsmál, síðan kemur Davíð á sprettinum og segir okkur að hlaupa í bílinn, hann var 13 ára og var bara lentur í fótboltabullum.“

Þetta skemmtilega viðtal við Bjarna má heyra hér að neðan.

Pepsi Max deildin á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fékk að skutla þeim besta heim í gær: ,,Ekki á hverjum degi“

Fékk að skutla þeim besta heim í gær: ,,Ekki á hverjum degi“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta er mark ársins á Englandi: Gerist ekki mikið erfiðara

Þetta er mark ársins á Englandi: Gerist ekki mikið erfiðara
433Sport
Í gær

Sóknin: Leysir Ólafur Karl krísu Vals? – Stemmningsleysi í Garðabæ

Sóknin: Leysir Ólafur Karl krísu Vals? – Stemmningsleysi í Garðabæ
433Sport
Í gær

Tómas Þór ætlaði að passa lýsingarorðin svo menn færu ekki að gráta: ,,Bara algjör hörmung“

Tómas Þór ætlaði að passa lýsingarorðin svo menn færu ekki að gráta: ,,Bara algjör hörmung“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Pabinn hans óttaðist forsetann: ,,Endaði á að skemma allt fyrir okkur“

Pabinn hans óttaðist forsetann: ,,Endaði á að skemma allt fyrir okkur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær hann 4 milljarða króna launahækkun í nýjum samingi?

Fær hann 4 milljarða króna launahækkun í nýjum samingi?