fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Bjó til lygasögu, keyrði fullur, var handtekinn og nú er hann í frystikistunni

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 09:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saido Berahino, framherji Stoke komst í kast við lagana verði snemma á mánudeginn þegar hann var tekinn ölvaður undir stýri. Lögreglan fékk ábendingu um Berahino hefði brunað í burtu frá veitingastað í Lundúnum.

Berahino var á VQ staðnum í London en hann fullyrðir að glæpagengi hafi ráðist á sig fyrir utan staðinn. Rándýrt úr sem hann hafði á hendinni var stolið og hann kveðst hafa verið að flýja.

Berahino sagði við lögregluna að gengið hafi einnig reynt að stela lyklunum af bílnum hans en hann hafi komist í burtu. Hann hafi síðan ákveðið að flýja vettvang með því að setjast undir stýri og koma sér í burtu.

Vandræði Berahino eru ekki bara á þessum vettvangi því hann hafði logið af Stoke, hann sagðist vera veikur á sunnudaginn og komst ekki á æfingu. Hann fór til Lundúna og hellti í sig og keyrði fullur.

Bearhinho átti svo að spila með varaliði félagsins á mánudag til að halda sér í formi, þá hafði hann ný verið handtekinn og komst ekki í leikinn.

Nathan Jones, stjóri Stoke er allt annað en sáttur en Berahino hefur verið færður úr klefa aðalliðsins og mun klára tímabilið í varaliðinu. Stoke mun svo reyna að selja hann í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“

Van Dijk vonar að Liverpool ráði landa sinn – ,,Einn af þeim bestu“
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Í gær

Chelsea væri í fallsæti án Palmer

Chelsea væri í fallsæti án Palmer